„Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 30. október 2025 09:01 Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar