Sálfræðiþjónusta á heilsugæslu Gyða Dögg Einarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:01 Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun