Skaðaminnkandi þjónusta Kristín Davíðsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 11:01 Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita. Tekið skal fram að starfsfólk Frú Ragnheiðar hefur ekki vitneskju um það að hvaða börnum Guðmundur er að leita hverju sinni enda slíkar upplýsingar eingöngu aðgengilegar ákveðnum aðilum. Nú veit ég ekki hvaðan Guðmundur hefur þessar upplýsingar en hitt get ég þó fullyrt, að í minni tíð sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar hefur verkefnið átt í góðu samstarfi við barnavernd, og starfsmenn hennar, í þeim tilfellum sem við á. Það sem er áhugavert, og ekki síður umhugsunarvert, er það hvers vegna lögreglumaðurinn finnur sig knúinn til að „átelja“ Rauða krossinn fyrir það að hafa mögulega veitt þjónustu til handa einstaklingum undir lögaldri sem hann telur óásættanlegt. Hvort einstaklingar undir lögaldri hafi fengið þjónustu í Frú Ragnheiði á þeim 13 árum sem verkefnið hefur verið starfandi skal ósagt látið enda geta þeir einstaklingar sem þangað leita komið fram undir dulnefni og án þess að gefa upp aldur. Sú þjónusta sem veitt er í Frú Ragnheiði er ekki bara nálaskiptaþjónusta heldur koma einstaklingar þangað einnig til að fá lágmarksheilbrigðisþjónustu, sálrænan stuðning og ráðgjöf - mat, hlýjan fatnað, tjöld og svefnpoka. Það að þessir einstaklingar skuli hafa stað til að leita á þar sem þeir geta fengið þessa þjónustu án þess að gerðar séu nokkrar kröfur er mikilvægara en orð fá lýst og getur reynst lífsbjörg. Hér erum við að tala um einstaklinga allt niður í 18 ára sem leita í bílinn vegna þess að þeir bera fullt traust til verkefnisins og starfsmanna þess. Vegna þess að það er komið fram við þau sem manneskjur og af virðingu, en ekki sem glæpamenn sem þarf að koma höndum yfir. Þá er einnig mikilvægt að við höfum hugfast að ekki verið að dreifa neinu ólöglegu í bílnum heldur er þetta staður þar sem hægt er að nálgast ofan talið á einum og sama staðnum, notanda að kostnaðarlausu. Ég hef unnið mikið og náið með þessum hópi undanfarin ár og leyfi mér að fullyrða það að það traust sem einstaklingar innan hópsins bera til lögreglunnar er afskaplega takmarkað, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það að einstaklingar skuli frekar hringja í Frú Ragnheiði en neyðarþjónustu 112 þegar upp kemur neyðarástand segir í raun allt sem segja þarf. Flest þeirra segjast gera allt frekar en að hringja í lögregluna. Þarna skulum við staldra aðeins við. Við erum með ákveðna neyðarþjónustu í landinu sem á að vera fyrir ALLA íbúa landsins. Hvernig stendur þá á því að við erum með gríðarlega stóran hóp, hátt í 1000 einstaklinga sem eru sannanlega mjög veikir margir hverjir og í viðkvæmri stöðu, sem forðast það í lengstu lög að kalla eftir aðstoð hins opinbera þegar þörf er á. Getur verið að kerfið eins og það er uppbyggt í dag sé einfaldlega ekki að virka fyrir alla? Getur verið að þau börn sem Guðmundur leitar að, og telur að Frú Ragnheiður sé að þjónusta, hafi svo neikvæða reynslu af opinbera kerfinu í gegnum árin að þau beiti öllum brögðum til að komast hjá því að lenda í höndum hins opinbera? Getur verið að þau hafi alist upp við það alla tíð að þau séu vandamálið en ekki kerfið sem átti að grípa þau og sinna þeim? Hann kvartar yfir því að ekki sé hringt í hann þegar inn koma einstaklingar sem að hans sögn eru undir 18 ára og á forræði foreldra. Í því sambandi langar mig að benda á það að einstaklingur sem er kominn á þann stað að hann finni sig knúinn til að leita til Frú Ragnheiðar hefur ekki lent á þar á einni nóttu. Aðdragandinn er langur og ég leyfi mér að fullyrða það að mikið hefur gengið á í lífi þess einstaklings í langan tíma áður en hann leitar aðstoðar í Frúnni. Getur því mögulega verið að það sé jákvætt að einstaklingar leiti þangað? Að þeir leiti sér einhverrar þjónustu yfirhöfuð? Að þeir hafi aðgengi að einhverri þjónustu? Guðmundur talar um að hann óski eftir aukinni samvinnu við Frú Ragnheiði en af umfjöllun Fréttablaðsins fæst ekki annað skilið en að ósk hans snúi fyrst og fremst að því að fá aðgang að upplýsingum um það hverjir leiti í Frú Ragnheiði. Það að við höfum hér einstaklinga allt niður í 18 ára sem eru heimilislausir – sofa úti og nota vímuefni til þess eins og þrauka nóttina, lifa af ofbeldið og deyfa tilfinningarnar sem fylgja því að „búa“ á götunni er gríðarlegur áfellisdómur fyrir íslenskt samfélag. Það er enginn meðvitaðri en einstaklingarnir sjálfir hvaða álit samfélagið hefur á þeim – það fá þau að finna á hverjum degi. Frétt Björns Þorlákssonar í Fréttablaðinu sýnir nokkuð vel hvert álit samfélagsins er á þessum hópi, þeirra stöðu og veikindum. Orðanotkun á borð við „sprautufíklar“ og „sprautuaðstoð“ er bæði gildishlaðin og úrelt. Rauði krossinn er mannúðarsamtök sem koma einstaklingum í neyð til aðstoðar þegar neyðin er hvað mest. Ég legg til að Guðmundur og félagar í lögreglunni hnýti frekar í yfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila sem eru ekki að veita þessum einstaklingum þá þjónustu sem þeir þurfa frekar en að agnúast út í þá sem eru aðgengilegir og til staðar þegar leitað er til þeirra, án allra skuldbindinga og kostnaðar. Ég held að hið opinbera ætti frekar að leita til Frú Ragnheiðar vegna þess að þar hefur heilmikið áunnist undanfarin ár, ekki síst varðandi það hvernig hægt er að öðlast traust þeirra sem lifa á jaðrinum og eru vanir að geta ekki treyst neinum – allra síst hinu opinbera. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Málefni heimilislausra Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita. Tekið skal fram að starfsfólk Frú Ragnheiðar hefur ekki vitneskju um það að hvaða börnum Guðmundur er að leita hverju sinni enda slíkar upplýsingar eingöngu aðgengilegar ákveðnum aðilum. Nú veit ég ekki hvaðan Guðmundur hefur þessar upplýsingar en hitt get ég þó fullyrt, að í minni tíð sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar hefur verkefnið átt í góðu samstarfi við barnavernd, og starfsmenn hennar, í þeim tilfellum sem við á. Það sem er áhugavert, og ekki síður umhugsunarvert, er það hvers vegna lögreglumaðurinn finnur sig knúinn til að „átelja“ Rauða krossinn fyrir það að hafa mögulega veitt þjónustu til handa einstaklingum undir lögaldri sem hann telur óásættanlegt. Hvort einstaklingar undir lögaldri hafi fengið þjónustu í Frú Ragnheiði á þeim 13 árum sem verkefnið hefur verið starfandi skal ósagt látið enda geta þeir einstaklingar sem þangað leita komið fram undir dulnefni og án þess að gefa upp aldur. Sú þjónusta sem veitt er í Frú Ragnheiði er ekki bara nálaskiptaþjónusta heldur koma einstaklingar þangað einnig til að fá lágmarksheilbrigðisþjónustu, sálrænan stuðning og ráðgjöf - mat, hlýjan fatnað, tjöld og svefnpoka. Það að þessir einstaklingar skuli hafa stað til að leita á þar sem þeir geta fengið þessa þjónustu án þess að gerðar séu nokkrar kröfur er mikilvægara en orð fá lýst og getur reynst lífsbjörg. Hér erum við að tala um einstaklinga allt niður í 18 ára sem leita í bílinn vegna þess að þeir bera fullt traust til verkefnisins og starfsmanna þess. Vegna þess að það er komið fram við þau sem manneskjur og af virðingu, en ekki sem glæpamenn sem þarf að koma höndum yfir. Þá er einnig mikilvægt að við höfum hugfast að ekki verið að dreifa neinu ólöglegu í bílnum heldur er þetta staður þar sem hægt er að nálgast ofan talið á einum og sama staðnum, notanda að kostnaðarlausu. Ég hef unnið mikið og náið með þessum hópi undanfarin ár og leyfi mér að fullyrða það að það traust sem einstaklingar innan hópsins bera til lögreglunnar er afskaplega takmarkað, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það að einstaklingar skuli frekar hringja í Frú Ragnheiði en neyðarþjónustu 112 þegar upp kemur neyðarástand segir í raun allt sem segja þarf. Flest þeirra segjast gera allt frekar en að hringja í lögregluna. Þarna skulum við staldra aðeins við. Við erum með ákveðna neyðarþjónustu í landinu sem á að vera fyrir ALLA íbúa landsins. Hvernig stendur þá á því að við erum með gríðarlega stóran hóp, hátt í 1000 einstaklinga sem eru sannanlega mjög veikir margir hverjir og í viðkvæmri stöðu, sem forðast það í lengstu lög að kalla eftir aðstoð hins opinbera þegar þörf er á. Getur verið að kerfið eins og það er uppbyggt í dag sé einfaldlega ekki að virka fyrir alla? Getur verið að þau börn sem Guðmundur leitar að, og telur að Frú Ragnheiður sé að þjónusta, hafi svo neikvæða reynslu af opinbera kerfinu í gegnum árin að þau beiti öllum brögðum til að komast hjá því að lenda í höndum hins opinbera? Getur verið að þau hafi alist upp við það alla tíð að þau séu vandamálið en ekki kerfið sem átti að grípa þau og sinna þeim? Hann kvartar yfir því að ekki sé hringt í hann þegar inn koma einstaklingar sem að hans sögn eru undir 18 ára og á forræði foreldra. Í því sambandi langar mig að benda á það að einstaklingur sem er kominn á þann stað að hann finni sig knúinn til að leita til Frú Ragnheiðar hefur ekki lent á þar á einni nóttu. Aðdragandinn er langur og ég leyfi mér að fullyrða það að mikið hefur gengið á í lífi þess einstaklings í langan tíma áður en hann leitar aðstoðar í Frúnni. Getur því mögulega verið að það sé jákvætt að einstaklingar leiti þangað? Að þeir leiti sér einhverrar þjónustu yfirhöfuð? Að þeir hafi aðgengi að einhverri þjónustu? Guðmundur talar um að hann óski eftir aukinni samvinnu við Frú Ragnheiði en af umfjöllun Fréttablaðsins fæst ekki annað skilið en að ósk hans snúi fyrst og fremst að því að fá aðgang að upplýsingum um það hverjir leiti í Frú Ragnheiði. Það að við höfum hér einstaklinga allt niður í 18 ára sem eru heimilislausir – sofa úti og nota vímuefni til þess eins og þrauka nóttina, lifa af ofbeldið og deyfa tilfinningarnar sem fylgja því að „búa“ á götunni er gríðarlegur áfellisdómur fyrir íslenskt samfélag. Það er enginn meðvitaðri en einstaklingarnir sjálfir hvaða álit samfélagið hefur á þeim – það fá þau að finna á hverjum degi. Frétt Björns Þorlákssonar í Fréttablaðinu sýnir nokkuð vel hvert álit samfélagsins er á þessum hópi, þeirra stöðu og veikindum. Orðanotkun á borð við „sprautufíklar“ og „sprautuaðstoð“ er bæði gildishlaðin og úrelt. Rauði krossinn er mannúðarsamtök sem koma einstaklingum í neyð til aðstoðar þegar neyðin er hvað mest. Ég legg til að Guðmundur og félagar í lögreglunni hnýti frekar í yfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila sem eru ekki að veita þessum einstaklingum þá þjónustu sem þeir þurfa frekar en að agnúast út í þá sem eru aðgengilegir og til staðar þegar leitað er til þeirra, án allra skuldbindinga og kostnaðar. Ég held að hið opinbera ætti frekar að leita til Frú Ragnheiðar vegna þess að þar hefur heilmikið áunnist undanfarin ár, ekki síst varðandi það hvernig hægt er að öðlast traust þeirra sem lifa á jaðrinum og eru vanir að geta ekki treyst neinum – allra síst hinu opinbera. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun