Fólk færir störf Ingibjörg Isaksen skrifar 25. október 2022 15:01 Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri. Með því mun starfsmönnum HMS á Akureyri fjölga úr 16 í 21. Það má með sanni segja að starfstöð HMS á Akureyri hafi sannað gildir sitt hvað varðar flutning starfa út á land. Með tilkomu þessara starfa er ekki verið að flytja neina starfsmenn út á land heldur er verið að auglýsa fimm ný sérfræðistörf við brunabótamat og þar af eitt stjórnandastarf. Þessi breyting er í anda stefnu stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og styrkir um leið svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Síðustu ár hefur hugsun og menning þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin tekið miklum breytingum. Við vitum að það er ekki nóg að búa til stefnur og aðgerðaráætlanir því á endanum þarf fólk til þess að færa störf og hér hefir það tekist með góðum hætti. Við vinnum eftir nýjum gildum, staðbundin störf þurfa ekki að vera staðbundin við höfuðborgarsvæðið, með tilkomu rafrænnar stjórnsýslu vitum við að það er hægt að byggja upp og byggja undir starfstöðvar víða um land. Mikilvægi sérfræðistarfa á landsbyggðinni er augljóst. Sérfræðistörf eru hvort tveggja mikilvæg fyrir samfélagið sem starfið er í sem og landsbyggðina í heild sinni. Við viljum að fólk eigi raunverulegt val um hvar það býr og starfar. Landsbyggðina hefur vantað opinber störf, sérfræðistörf og vel borgandi störf. Fleiri sérfræðistörf á landsbyggðinni stuðla að aukinni menntun á hverju svæði fyrir sig og þannig vex þekking hjá allri þjóðinni. Margir hverjir sem flytja á höfuðborgarsvæðið til náms eiga örðugt með að snúa aftur heim að námi loknu vegna skorts á góðum störfum. Með aukinni áherslu á óstaðbundin störf og flutning starfa sem þurfa ekki að vera staðbundin á höfuðborgarsvæðinu gefum við fólki aukin starfstækifæri í heimabyggð. Einstaklingar sem snúa aftur í heimahagana eða flytja í fyrsta sinn út á land auðga samfélagið á hverjum stað með margvíslegum hætti. Þannig samfélag viljum við skapa. Á fyrrnefndum fundi á Akureyri sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra einnig frá því að vinna starfshóps um borgarstefnu væri að hefjast. Í vinnu hópsins er það ekki aðeins höfuðborgin sem er undir heldur einnig svæðisborgin Akureyri. Þótt einhverjir hafi glott þegar við hér fyrir norðan byrjuðum að tala um Akureyri sem borg þá hefur umræðan þróast á þá leið að svæðisborgarhugtakið getur hjálpað okkur mjög við skilgreiningu á hlutverki Akureyrar og skyldum við nágrannasamfélögin. Ég hlakka til að fylgjast með þessari vinnu á næstu mánuðum. Við í Framsókn eigum okkur sterkar rætur um allt land. Það er í kjarna okkar sem Framsóknarfólks að vilja að byggðirnar hringinn í kringum landið fái að blómstra. Það verður gert með stefnumótun sem unnin er í góðri samvinnu við heimafólk og markvissum aðgerðum sem skapa blómlegar byggðir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Akureyri Framsóknarflokkurinn Alþingi Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri. Með því mun starfsmönnum HMS á Akureyri fjölga úr 16 í 21. Það má með sanni segja að starfstöð HMS á Akureyri hafi sannað gildir sitt hvað varðar flutning starfa út á land. Með tilkomu þessara starfa er ekki verið að flytja neina starfsmenn út á land heldur er verið að auglýsa fimm ný sérfræðistörf við brunabótamat og þar af eitt stjórnandastarf. Þessi breyting er í anda stefnu stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og styrkir um leið svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Síðustu ár hefur hugsun og menning þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin tekið miklum breytingum. Við vitum að það er ekki nóg að búa til stefnur og aðgerðaráætlanir því á endanum þarf fólk til þess að færa störf og hér hefir það tekist með góðum hætti. Við vinnum eftir nýjum gildum, staðbundin störf þurfa ekki að vera staðbundin við höfuðborgarsvæðið, með tilkomu rafrænnar stjórnsýslu vitum við að það er hægt að byggja upp og byggja undir starfstöðvar víða um land. Mikilvægi sérfræðistarfa á landsbyggðinni er augljóst. Sérfræðistörf eru hvort tveggja mikilvæg fyrir samfélagið sem starfið er í sem og landsbyggðina í heild sinni. Við viljum að fólk eigi raunverulegt val um hvar það býr og starfar. Landsbyggðina hefur vantað opinber störf, sérfræðistörf og vel borgandi störf. Fleiri sérfræðistörf á landsbyggðinni stuðla að aukinni menntun á hverju svæði fyrir sig og þannig vex þekking hjá allri þjóðinni. Margir hverjir sem flytja á höfuðborgarsvæðið til náms eiga örðugt með að snúa aftur heim að námi loknu vegna skorts á góðum störfum. Með aukinni áherslu á óstaðbundin störf og flutning starfa sem þurfa ekki að vera staðbundin á höfuðborgarsvæðinu gefum við fólki aukin starfstækifæri í heimabyggð. Einstaklingar sem snúa aftur í heimahagana eða flytja í fyrsta sinn út á land auðga samfélagið á hverjum stað með margvíslegum hætti. Þannig samfélag viljum við skapa. Á fyrrnefndum fundi á Akureyri sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra einnig frá því að vinna starfshóps um borgarstefnu væri að hefjast. Í vinnu hópsins er það ekki aðeins höfuðborgin sem er undir heldur einnig svæðisborgin Akureyri. Þótt einhverjir hafi glott þegar við hér fyrir norðan byrjuðum að tala um Akureyri sem borg þá hefur umræðan þróast á þá leið að svæðisborgarhugtakið getur hjálpað okkur mjög við skilgreiningu á hlutverki Akureyrar og skyldum við nágrannasamfélögin. Ég hlakka til að fylgjast með þessari vinnu á næstu mánuðum. Við í Framsókn eigum okkur sterkar rætur um allt land. Það er í kjarna okkar sem Framsóknarfólks að vilja að byggðirnar hringinn í kringum landið fái að blómstra. Það verður gert með stefnumótun sem unnin er í góðri samvinnu við heimafólk og markvissum aðgerðum sem skapa blómlegar byggðir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun