Það munar um minna Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 24. október 2022 08:30 Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir. Fyrstu almennu lögin um jafnrétti karla og kvenna tóku gildi árið 1976 og hafa konur og karlar búið við formlegt jafnrétti að lögum frá því þá. Samt sem áður bera konur enn minna út býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði. Þetta sýnir launarannsókn Hagstofunnar frá 2021. Samkvæmt henni var munur á atvinnutekjum karla og kvenna 25,5%, óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% og leiðréttur launamunur 3,6% árið 2019. Launamunur kynjanna er sú birtingarmynd kynjamisréttis sem hvað auðveldast er að mæla og liggja því fyrir fjölmargar rannsóknir og kannanir sem allar eru meira og minna á einn veg, það; hallar á konur. Samt sem áður er opinber umræða um launamun kynjanna langt frá því að endurspegla umfang vandans. Það er eins og við séum orðin ónæm fyrir upplýsingum um launamun og skiljum ekki alltaf hvað tölurnar þýði í raun og veru. Misvísandi og ruglingsleg hugtakanotkun í tengslum við launamun kynjanna getur afvegaleitt umræðu um launajafnrétti. Það er því tilraunarinnar virði að varpa örlitlu ljósi á hvað þær tölur sem hér settar eru fram segja okkur. Með mjög einfölduðum hætti má segja að samanburður á atvinnutekjum karla og kvenna sýni okkur hversu miklu munar á launagreiðslum til karla og kvenna að meðaltali án tillits til vinnutíma starfs, menntunar, atvinnugreinar o.s.frv. Ef tekið er tillit til vinnutíma fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og með því að nota enn fleiri breytur eins og t.d. menntunarstig, starf og atvinnugrein til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Dæmi: Kona fær 700.000 í laun á mánuði. Karl fær 850.000 krónur í laun á mánuði. Munur á atvinnutekjum er 150.000 krónur á mánuði. Karlinn vinnur fleiri vinnustundir en konan sem skýrir 30.000 króna mun og er óleiðréttur launamunur því 120.000 krónur á mánuði. Þau eru á sama menntunarstigi og sambærileg að öðru leyti en því að karlinn er í hefðbundnu karlastarfi á fjármálasviði en konan í hefðbundnu kvennastarfi í félagsþjónustu. Hennar starf er með 90.000 krónum lægri grunnröðun. Eftir stendur munur upp á 40.000 krónur á mánuði sem ekki er hægt að skýra og er því skilgreindur sem leiðréttur launamunur. Niðurstaðan í þessu dæmi er 18% tekjumunur, óleiðréttur launamunur er 14% og leiðréttur launamunur er 5% karlinum í hag. Í þessu tilbúna dæmi skýra ólík störf og starfsgreinar drjúgan hluta launamunarins, en rannsóknir sýna að launamun kynjanna má að mestu rekja til þess að hér á landi er vinnumarkaðurinn kynjaskiptur. Karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og ólíkum störfum þar sem kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en karlastörf. Í ljósi þess er mikilvægt að við séum meðvituð um að ólíkar nálganir á launamuninn varpi ljósi á mismunandi þætti hans. Með nokkurri einföldun má segna að munur á atvinnutekjum og óleiðréttur launamunur varpi ljósi á félagslegan og efnahagslegan veruleika kynjanna. Leiðrétti launamunurinn varpar svo ljósi á hvaða þættir aðrir en vinnutími það eru sem skýrt geta launamuninn. Ef einblínt er á leiðrétta muninn er horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hallar á konur og hefðbundin kvennastörf. Með því að beina sjónum að óleiðrétta launamuninum og muni á atvinnutekjum kynjanna færist athyglin að félagsgerðinni þar sem konur bera minna úr býtum en karlar fyrir launað vinnuframlag sitt vegna kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði starfa þeirra. Það er löngu tímabært að uppræta launamisrétti. Til þess þarf að ráðast að rót vandans og endurskoða virðismat starfa. Í því felst ýtarleg skoðun á fyrirkomulagi og forsendum launasetningar þar sem greint er til hvaða þátta er litið við launaákvarðanir. Hvort megináhersla er á mannaforráð og fjárhagslega ábyrgð eða hvort ábyrgð á velferð fólks er metin til jafns við fjárhagslega ábyrgð, hvort tilfinningalegt álag er metið til jafns við líkamlegt álag og svo framvegis. Launasetning á að byggja á faglegum viðmiðum sem ná til allra starfa með það að markmiði að leiðrétta kerfislægt vanmat kvennastarfa. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt úrlausnarefni sem við getum gefið okkur tíma til að kryfja og ræða. Launamisrétti er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi og þarf því að uppræta strax. Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 14% launamunur um 115.000 krónur á mánuði, 1,4 milljónir króna á ári og yfir 60 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Það munar um minna! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir. Fyrstu almennu lögin um jafnrétti karla og kvenna tóku gildi árið 1976 og hafa konur og karlar búið við formlegt jafnrétti að lögum frá því þá. Samt sem áður bera konur enn minna út býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði. Þetta sýnir launarannsókn Hagstofunnar frá 2021. Samkvæmt henni var munur á atvinnutekjum karla og kvenna 25,5%, óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% og leiðréttur launamunur 3,6% árið 2019. Launamunur kynjanna er sú birtingarmynd kynjamisréttis sem hvað auðveldast er að mæla og liggja því fyrir fjölmargar rannsóknir og kannanir sem allar eru meira og minna á einn veg, það; hallar á konur. Samt sem áður er opinber umræða um launamun kynjanna langt frá því að endurspegla umfang vandans. Það er eins og við séum orðin ónæm fyrir upplýsingum um launamun og skiljum ekki alltaf hvað tölurnar þýði í raun og veru. Misvísandi og ruglingsleg hugtakanotkun í tengslum við launamun kynjanna getur afvegaleitt umræðu um launajafnrétti. Það er því tilraunarinnar virði að varpa örlitlu ljósi á hvað þær tölur sem hér settar eru fram segja okkur. Með mjög einfölduðum hætti má segja að samanburður á atvinnutekjum karla og kvenna sýni okkur hversu miklu munar á launagreiðslum til karla og kvenna að meðaltali án tillits til vinnutíma starfs, menntunar, atvinnugreinar o.s.frv. Ef tekið er tillit til vinnutíma fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og með því að nota enn fleiri breytur eins og t.d. menntunarstig, starf og atvinnugrein til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Dæmi: Kona fær 700.000 í laun á mánuði. Karl fær 850.000 krónur í laun á mánuði. Munur á atvinnutekjum er 150.000 krónur á mánuði. Karlinn vinnur fleiri vinnustundir en konan sem skýrir 30.000 króna mun og er óleiðréttur launamunur því 120.000 krónur á mánuði. Þau eru á sama menntunarstigi og sambærileg að öðru leyti en því að karlinn er í hefðbundnu karlastarfi á fjármálasviði en konan í hefðbundnu kvennastarfi í félagsþjónustu. Hennar starf er með 90.000 krónum lægri grunnröðun. Eftir stendur munur upp á 40.000 krónur á mánuði sem ekki er hægt að skýra og er því skilgreindur sem leiðréttur launamunur. Niðurstaðan í þessu dæmi er 18% tekjumunur, óleiðréttur launamunur er 14% og leiðréttur launamunur er 5% karlinum í hag. Í þessu tilbúna dæmi skýra ólík störf og starfsgreinar drjúgan hluta launamunarins, en rannsóknir sýna að launamun kynjanna má að mestu rekja til þess að hér á landi er vinnumarkaðurinn kynjaskiptur. Karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og ólíkum störfum þar sem kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en karlastörf. Í ljósi þess er mikilvægt að við séum meðvituð um að ólíkar nálganir á launamuninn varpi ljósi á mismunandi þætti hans. Með nokkurri einföldun má segna að munur á atvinnutekjum og óleiðréttur launamunur varpi ljósi á félagslegan og efnahagslegan veruleika kynjanna. Leiðrétti launamunurinn varpar svo ljósi á hvaða þættir aðrir en vinnutími það eru sem skýrt geta launamuninn. Ef einblínt er á leiðrétta muninn er horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hallar á konur og hefðbundin kvennastörf. Með því að beina sjónum að óleiðrétta launamuninum og muni á atvinnutekjum kynjanna færist athyglin að félagsgerðinni þar sem konur bera minna úr býtum en karlar fyrir launað vinnuframlag sitt vegna kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði starfa þeirra. Það er löngu tímabært að uppræta launamisrétti. Til þess þarf að ráðast að rót vandans og endurskoða virðismat starfa. Í því felst ýtarleg skoðun á fyrirkomulagi og forsendum launasetningar þar sem greint er til hvaða þátta er litið við launaákvarðanir. Hvort megináhersla er á mannaforráð og fjárhagslega ábyrgð eða hvort ábyrgð á velferð fólks er metin til jafns við fjárhagslega ábyrgð, hvort tilfinningalegt álag er metið til jafns við líkamlegt álag og svo framvegis. Launasetning á að byggja á faglegum viðmiðum sem ná til allra starfa með það að markmiði að leiðrétta kerfislægt vanmat kvennastarfa. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt úrlausnarefni sem við getum gefið okkur tíma til að kryfja og ræða. Launamisrétti er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi og þarf því að uppræta strax. Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 14% launamunur um 115.000 krónur á mánuði, 1,4 milljónir króna á ári og yfir 60 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Það munar um minna! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun