Börn eru að kalla eftir hjálp Sigurður Sigurðsson og Eyrún Eva Haraldsdóttir skrifa 11. október 2022 16:00 Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Tæknin og stafrænir miðlar eru stór hluti af okkar daglega lífi, líka barna. Í fyrstu voru það einungis fullorðnir einstaklingar sem nýttu sér netið að einhverju ráði, en í dag er mörgum börnum hleypt inn á netið og miðla, löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til, án leiðbeininga um hvernig þau eiga að hegða sér og hvað ber að varast. Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig. Það er skylda okkar að bregðast við Hlutverk foreldra þegar kemur að því að ala upp börnin sín sem jákvæða stafræna borgara er stórt og mikið og það er líka flókið. En það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra. Við hjá Heimili og skóla, sem rekum SAFT verkefnið, höfum ferðast víða til að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. Við erum einnig með ráðgefandi ungmennaráð, UngSAFT, sem veitir okkur mikilvæga sýn inn í heim ungmenna og nethegðun þeirra. Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma. Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar. Hverju erum við að missa af? Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla. Við sem samfélag þurfum að auka fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna, en ekki síður þurfum við að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín. Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn. Á hverjum degi berast okkur hjá SAFT neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir. Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki. Ljót skilaboð, áreiti og skammir eru hluti af daglegu lífi margra barna og mörg upplifa að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Tæknin og stafrænir miðlar eru stór hluti af okkar daglega lífi, líka barna. Í fyrstu voru það einungis fullorðnir einstaklingar sem nýttu sér netið að einhverju ráði, en í dag er mörgum börnum hleypt inn á netið og miðla, löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til, án leiðbeininga um hvernig þau eiga að hegða sér og hvað ber að varast. Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig. Það er skylda okkar að bregðast við Hlutverk foreldra þegar kemur að því að ala upp börnin sín sem jákvæða stafræna borgara er stórt og mikið og það er líka flókið. En það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra. Við hjá Heimili og skóla, sem rekum SAFT verkefnið, höfum ferðast víða til að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. Við erum einnig með ráðgefandi ungmennaráð, UngSAFT, sem veitir okkur mikilvæga sýn inn í heim ungmenna og nethegðun þeirra. Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma. Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar. Hverju erum við að missa af? Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla. Við sem samfélag þurfum að auka fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna, en ekki síður þurfum við að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín. Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn. Á hverjum degi berast okkur hjá SAFT neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir. Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp. Höfundar eru sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar