Lánið löglega Breki Karlsson skrifar 5. nóvember 2025 16:02 Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun