Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar