Meinlaust eða hyldjúpt og óbrúanlegt kynjamisrétti? Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 4. október 2022 09:31 Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun