Ekkert barn þarf að sitja eftir Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 16. september 2022 13:01 Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar