Íbúafundur í Ráðhúsinu Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. september 2022 13:31 Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar