Hvað er að frétta hjá borgarstjórn? Ómar Már Jónsson skrifar 6. september 2022 10:01 Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun