Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 21:40 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“ Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01