Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 21:40 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“ Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01