Fótbolti

Haaland fær tíu milljarða hjálp

Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna.

Enski boltinn

Sér eftir því sem hann sagði

Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum.

Enski boltinn

Feyenoord pakkaði Bayern saman

Feyenoord vann nokkuð óvæntan 3-0 sigur á Bayern München í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Real Madríd fimm gegn Salzburg og Mílanó-liðin unnu 1-0 sigra.

Fótbolti

Brest mátti þola tap í Þýska­landi

Fyrstu tveir leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Báðir þeirra fóru fram í Þýskalandi. Í Gelsenkirchen unnu „heimamenn“ í Shakhtar góðan sigur á Brest sem hefur verið spútniklið keppninnar til þessa. Þá vann RB Leipzig góðan 2-1 sigur á Sporting frá Lissabon.

Fótbolti

Man City glutraði niður tveggja marka for­ystu

Manchester City komst 2-0 yfir gegn París Saint-Germain í París í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Heimamenn sneru hins vegar bökum saman, skoruðu fjögur mörk og eru í ágætis málum á meðan Man City gæti fallið úr leik áður en komið er í útsláttarkeppnina.

Fótbolti

Magnaður endur­komu­sigur Atlético Madríd

Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið.

Fótbolti

Ótrú­leg endur­koma Börsunga

Eftir að vera 3-1 og 4-2 undir á útivelli gegn Benfica tókst Barcelona á undraverðan hátt að kreista út sigur í blálokin. Lokatölur á Estádio da Luzí Lissabon 4-5.

Fótbolti

Tor­sóttur sigur topp­liðsins

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom að marki Lille sem sótti Liverpool, eitt besta lið Evrópu um þessar mundir, heim á Anfield í Meistaradeild Evrópu. Fór það svo að heimaliðið vann torsóttan 2-1 sigur þó gestirnir væru manni færri í rúman hálftíma.

Fótbolti

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með lands­liðið

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Fótbolti