Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði? Svavar Halldórsson skrifar 16. maí 2022 00:01 Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun