Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði? Svavar Halldórsson skrifar 16. maí 2022 00:01 Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun