Þegar björgunarskipið siglir fram hjá Helga Þórðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 5. maí 2022 07:31 Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Helga Þórðardóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun