Efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum í Reykjavík Helga Þórðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 29. apríl 2022 10:16 Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn. Húsnæðismál eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í Reykjavík kemur sífellt verr niður á hinum tekjulægri. Nákvæmlega þannig var staðan einnig fyrir síðustu kosningar. Íbúðum á hverja 100 Reykvíkinga hefur fækkað jafnt og þétt á liðnum áratug og enn færri íbúðir eru í byggingu nú en fyrir tveimur árum. Ört hækkandi húsnæðisverð speglar ónógt framboð og veldur leigjendum þungbærum erfiðleikum ásamt þeim sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Alvarlegar afleiðingar sýna sig víða. Hröð hækkun húsnæðisverðs hækkar nefnilega vísitölu fasteignaverðs, fer beint inn í verðbólguna og skilar sér þannig í minni kaupmætti heimilanna. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum sínum. Efnameira fólk hefur tök á að styðja við bakið á börnum sínum við fyrstu kaup sem er enn eitt dæmið um misskiptingu milli ríkra og fátækra. Það bíða 578 eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg, 130 bíða eftir húsnæði sem hentar þörfum fatlaðra, 72 bíða eftir húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir og 144 eru á bið eftir þjónustuíbúð fyrir aldraða. Á bak við þessar umsóknir eru fjölskyldur og börn og 132 barnafjölskyldur bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði, þar af 100 einhleypir foreldrar. Samtals 834 umsóknir eftir húsnæði hjá borginni. Efnaminna og fátækt fólk er á vergangi, þarf sífellt að vera að færa sig um set. Öryrkjar eru á annað hundrað að bíða eftir sértæku húsnæði og mikil vöntun er á húsnæði fyrir eldra fólk, þ.m.t. þjónustuíbúðir. Tökum dæmi: Foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Sumir foreldrar eru hreinlega á vergangi og eru jafnvel að fá inni um tíma hjá vinum og ættingjum. Dæmi eru um að börn í efnaminni fjölskyldum hafa gengið í allt að 5 grunnskóla áður en þau brautskrást úr grunnskóla. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félaglega líðan barnanna sem um ræðir. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar, sem sumir eru komnir á fertugsaldur, hafa beðið í fjöldamörg ár eftir húsnæði. Sumir búa hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Blind trú á þéttingu byggðar Svo virðist sem núverandi meirihluti sé pikkfastur í þéttingu byggðar. Aðrir kostir eru vart ræddir. Varla er markmiðið að þrengja svo að mannlífinu að gónt sé inn í næstu íbúð og þvottasnúran sé á milli tveggja húsa yfir þrönga götu eins og í gömlu þorpi frá miðöldum, eða hvað? Sumir þéttingarreitir eru því miður orðnir að skuggabyggð þar sem ekki hefur verið tekið tillit til birtuskilyrða og hugað að vörnum gegn hljóðmengun. Flokkur fólksins styður þéttingu byggðar upp að skynsamlegu marki en ekki þegar hún fer að taka á sig mynd trúarlegrar sannfæringar. Einhliða framkvæmd þéttingarstefnu í Reykjavík, án ódýrari valkosta fjær miðborginni, hefur leitt til mikillar spennu á fasteignamarkaðinum sem skerðir lífskjör og lífsgæði fólks. Vegna einstefnu í þéttingu byggðar er t.d. allt orðið yfirfullt í Háteigs- og Hlíðarhverfi, í Laugardal og víðar. Skólar og íþróttaaðstaða í þessum hverfum eru löngu sprungin. Framtíðarsýn í skóla- og íþróttamálum í yfirfullum hverfum er óljós sem veldur foreldrum miklum kvíða og angist. Til stendur að flytja „umframbörnin“ í Vörðuskóla. Það mun rústa hugmyndum meirihlutans um „15 mínútna borgarhverfi“. Þegar börn þurfa að ganga meira en 30 mínútur í skólann hvernig sem viðrar, munu foreldrar aka þeim með tilheyrandi aukinni umferð og neikvæðum umhverfisáhrifum. Það dugar skammt að karpa um hvort byggt sé mikið eða lítið. Vandinn liggur í að það er ekki byggt nóg. Það er skortur á hagkvæmum íbúðum fyrir fyrstu kaupendur, fyrir efnaminna fólk og fyrir venjulegt fólk. Litlar skókassaíbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar og ekki á færi nema hinna efnameiri að fjárfesta í. Stefna Flokks fólksins Flokkur fólksins vill þétta byggð þar sem innviðir þola þéttingu, ekki annars staðar. Við viljum stækka úthverfin og innviði þeirra, setja blandaða byggð í fyrirrúm og fjölga atvinnutækifærum í hverfum. Brýnt er að brjóta strax land undir ódýrar lóðir í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Ártúnshöfðinn er langt kominn í skipulagsferli, í Keldnalandi er hægt að byggja meira og Kjalarnes kemst í alfaraleið með Sundabraut. Við í Flokki fólksins erum jarðtengd og skynjum að þetta brýna vandamál þarf að leysa hratt og vel. Það munum við gera ef við fáum til þess stuðning 14. maí. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Helga Þórðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn. Húsnæðismál eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í Reykjavík kemur sífellt verr niður á hinum tekjulægri. Nákvæmlega þannig var staðan einnig fyrir síðustu kosningar. Íbúðum á hverja 100 Reykvíkinga hefur fækkað jafnt og þétt á liðnum áratug og enn færri íbúðir eru í byggingu nú en fyrir tveimur árum. Ört hækkandi húsnæðisverð speglar ónógt framboð og veldur leigjendum þungbærum erfiðleikum ásamt þeim sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Alvarlegar afleiðingar sýna sig víða. Hröð hækkun húsnæðisverðs hækkar nefnilega vísitölu fasteignaverðs, fer beint inn í verðbólguna og skilar sér þannig í minni kaupmætti heimilanna. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum sínum. Efnameira fólk hefur tök á að styðja við bakið á börnum sínum við fyrstu kaup sem er enn eitt dæmið um misskiptingu milli ríkra og fátækra. Það bíða 578 eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg, 130 bíða eftir húsnæði sem hentar þörfum fatlaðra, 72 bíða eftir húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir og 144 eru á bið eftir þjónustuíbúð fyrir aldraða. Á bak við þessar umsóknir eru fjölskyldur og börn og 132 barnafjölskyldur bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði, þar af 100 einhleypir foreldrar. Samtals 834 umsóknir eftir húsnæði hjá borginni. Efnaminna og fátækt fólk er á vergangi, þarf sífellt að vera að færa sig um set. Öryrkjar eru á annað hundrað að bíða eftir sértæku húsnæði og mikil vöntun er á húsnæði fyrir eldra fólk, þ.m.t. þjónustuíbúðir. Tökum dæmi: Foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Sumir foreldrar eru hreinlega á vergangi og eru jafnvel að fá inni um tíma hjá vinum og ættingjum. Dæmi eru um að börn í efnaminni fjölskyldum hafa gengið í allt að 5 grunnskóla áður en þau brautskrást úr grunnskóla. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félaglega líðan barnanna sem um ræðir. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar, sem sumir eru komnir á fertugsaldur, hafa beðið í fjöldamörg ár eftir húsnæði. Sumir búa hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Blind trú á þéttingu byggðar Svo virðist sem núverandi meirihluti sé pikkfastur í þéttingu byggðar. Aðrir kostir eru vart ræddir. Varla er markmiðið að þrengja svo að mannlífinu að gónt sé inn í næstu íbúð og þvottasnúran sé á milli tveggja húsa yfir þrönga götu eins og í gömlu þorpi frá miðöldum, eða hvað? Sumir þéttingarreitir eru því miður orðnir að skuggabyggð þar sem ekki hefur verið tekið tillit til birtuskilyrða og hugað að vörnum gegn hljóðmengun. Flokkur fólksins styður þéttingu byggðar upp að skynsamlegu marki en ekki þegar hún fer að taka á sig mynd trúarlegrar sannfæringar. Einhliða framkvæmd þéttingarstefnu í Reykjavík, án ódýrari valkosta fjær miðborginni, hefur leitt til mikillar spennu á fasteignamarkaðinum sem skerðir lífskjör og lífsgæði fólks. Vegna einstefnu í þéttingu byggðar er t.d. allt orðið yfirfullt í Háteigs- og Hlíðarhverfi, í Laugardal og víðar. Skólar og íþróttaaðstaða í þessum hverfum eru löngu sprungin. Framtíðarsýn í skóla- og íþróttamálum í yfirfullum hverfum er óljós sem veldur foreldrum miklum kvíða og angist. Til stendur að flytja „umframbörnin“ í Vörðuskóla. Það mun rústa hugmyndum meirihlutans um „15 mínútna borgarhverfi“. Þegar börn þurfa að ganga meira en 30 mínútur í skólann hvernig sem viðrar, munu foreldrar aka þeim með tilheyrandi aukinni umferð og neikvæðum umhverfisáhrifum. Það dugar skammt að karpa um hvort byggt sé mikið eða lítið. Vandinn liggur í að það er ekki byggt nóg. Það er skortur á hagkvæmum íbúðum fyrir fyrstu kaupendur, fyrir efnaminna fólk og fyrir venjulegt fólk. Litlar skókassaíbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar og ekki á færi nema hinna efnameiri að fjárfesta í. Stefna Flokks fólksins Flokkur fólksins vill þétta byggð þar sem innviðir þola þéttingu, ekki annars staðar. Við viljum stækka úthverfin og innviði þeirra, setja blandaða byggð í fyrirrúm og fjölga atvinnutækifærum í hverfum. Brýnt er að brjóta strax land undir ódýrar lóðir í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Ártúnshöfðinn er langt kominn í skipulagsferli, í Keldnalandi er hægt að byggja meira og Kjalarnes kemst í alfaraleið með Sundabraut. Við í Flokki fólksins erum jarðtengd og skynjum að þetta brýna vandamál þarf að leysa hratt og vel. Það munum við gera ef við fáum til þess stuðning 14. maí. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar