Grunnskólinn er fyrir alla nemendur Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Grunnskólar Skóla- og menntamál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar