Áfram menning og listir á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 12:00 Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Menning Samfylkingin Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun