„Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2025 07:02 „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“galaði 9 ára sonur minn þegar hann var hugsa um hvort hann ætti að ganga eða hjóla í skólann, en hann hafði bæði séð gulu huluna sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og fundið lyktina af henni úti. Síðustu daga hafa loftgæðin verið vond; ekki verið á grænu, heldur meira á gulu, appelsínugulu eða jafnvel rauðu. En hvað er svona hættulegt við gulu huluna - svifryk, þessar smáu agnir sem þyrlast út í andrúmsloftið í kringum okkur? Hverjar eru afleiðingar lélegra loftgæða fyrir heilsu fólks, þá sérstaklega viðkvæma hópa eins og börn, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma? Hvers vegna telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að léleg loftgæði séu eina mestu ógn mannkyns? Áhrif svifryks á líkamann Í loftinu sem við öndum að okkur er að finna efni, litlar síbreytilegar agnir, sem geta verið á föstu formieða vökva. Þessar agnir falla aftur niður úr andrúmsloftinu nálægt uppruna mengunarinnar og þær agnir þekkjum við undir heitinu svifryk. Svifryk má flokka í gróft og fínt, þar sem gróft svifryk miðast við 2,5-10 míkrómetra en fínt er undir 2,5 míkrómetra. Til viðmiðunar er eitt korn af fínum fjörusandi 90 míkrómetrar, þannig að þessar agnir eru agnarsmáar. Svifrykið sem er undir 10 míkrómetrum kemst inn í öndunarfæri manna, læðist niður lungnaberkjur og þær allra smæstu setjast að í lungnablöðrunum og frásogast út í blóðrásina. Þannig er svifrykið ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Vegna þessa telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin léleg loftgæði vera eina ógn mannkyns. Áhrif nagladekkja á svifryk Í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis og auðlindafræði sem var unnin fyrir Vegagerðina árið 2021, og nefnist Áhrif hraða á mengun vegna umferðar, koma fram sláandi niðurstöður um hversu víðtæk og afgerandi hlutdeild nagladekk er í svifryki. Þar kemur fram að bíll á nagladekkjum yfir vetratímann eys um 2 kílóum af svifryki á ári hverju miðað við meðalakstur á meðan bíll sem ekur án nagladekkja eys um 300 grömmum af svifryki. Í þessum niðurstöðum er búið að taka tillit til annara þátta í mengun bílsins eins og dekkjaslits og bremsuryks. Einn bíll sem ekur um á nagladekkjum á veturna mengar á við sex bíla sem keyra um á annars konar vetrardekkjum. Sex vörubílar af svifryki Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar heldur utan um talningu nagladekkja og skv. þeim tölum er hlutfall bíla á nagladekkjum í ár 40%. Þegar hlutfall nagladekkja er reiknað upp með núverandi fjölda bíla á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að um 191 tonn af svifryki berist út í andrúmsloftið í ár frá bílum á nagladekkjum, með bílum án nagladekkja eru þetta samtals 235 tonn af svifryki. 235 tonn af svifryki svífa þannig um borgina í ár. Talan kann að virðast ótrúleg, en einn stór vörubíll tekur um 40 tonna hlass. Því jafngildir magnið því að sex vörubílahlöss af svifryki verði til á höfuðborgarsvæðinu á ári hverju. Það er því til mikils að vinna að draga úr notkun nagladekkja í þéttbýli, finna leiðir til að draga úr og stýra umferð einmitt til að bæta gæði loftsins sem við öndum að okkur. Umferðin eykst ár frá ári Á yfirstandandi kjörtímabil hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæplega 11 þúsund og á sama tíma heimsækja um 2,3 milljónir farþega landið árlega, langflest fara um Reykjanesbraut, en talið er að einn af hverjum þremur bílum þar sé bílaleigubíll. Umfjöllun um aukningu á umferð var í fréttum RÚV um síðustu helgi, en þar kom fram að umferðin hefði aukist um 5% á síðasta ári. Í ár heldur dagsumferðin áfram að aukast, mest í janúar sl. en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Tæplega 12 þúsund fleiri bílar keyrðu um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir svipaðri fjölgun íbúa næstu fjögur árin en með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili bætast við 12.000 bílar á götur höfuðborgarsvæðisins. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn, eins og strætó og hjólreiðar. Aðgerðir við bætt loftgæði strax Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Reykjavík er loksins að verða veruleika á næsta ári þegar framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu eru ráðgerðar og sérakreinar nýja almenningssamgöngukerfisins fara að birtast í borgarrýminu. Jafnframt er líka vinna hafin við Öldu, brúar yfir Fossvog, sem er lykil tenging í fyrstu lotu Borgalínu og verður mesta samgöngubylting höfuðborgarbúa á þessari öld. Það verða mikilvægir áfangasigrar en við getum gert enn betur til að bæta loftgæðin strax eins og að minnka notkun nagladekkja, draga úr umferð, lækka umferðarhraða á stofnbrautum og stýra umferð með hagrænum hvötum. Við viljum ekki skilja minni umhverfisgæði fyrir næstu kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Foreldrar vilja geta treyst því að börn og ungmenni geti leikið sér úti, hjólað og stundað skipulagt íþróttastarf utandyra án þess að heilbrigði og heilsu sé ógnað. Sonur minn og hans jafnaldrar eiga geta treyst á loftgæðin séu á grænu, Við viljum borg fyrir fólk en ekki bíla - fleira fólk - færri bíla - hreinna loft! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
„Mamma, eru loftgæðin á grænu?“galaði 9 ára sonur minn þegar hann var hugsa um hvort hann ætti að ganga eða hjóla í skólann, en hann hafði bæði séð gulu huluna sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og fundið lyktina af henni úti. Síðustu daga hafa loftgæðin verið vond; ekki verið á grænu, heldur meira á gulu, appelsínugulu eða jafnvel rauðu. En hvað er svona hættulegt við gulu huluna - svifryk, þessar smáu agnir sem þyrlast út í andrúmsloftið í kringum okkur? Hverjar eru afleiðingar lélegra loftgæða fyrir heilsu fólks, þá sérstaklega viðkvæma hópa eins og börn, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma? Hvers vegna telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að léleg loftgæði séu eina mestu ógn mannkyns? Áhrif svifryks á líkamann Í loftinu sem við öndum að okkur er að finna efni, litlar síbreytilegar agnir, sem geta verið á föstu formieða vökva. Þessar agnir falla aftur niður úr andrúmsloftinu nálægt uppruna mengunarinnar og þær agnir þekkjum við undir heitinu svifryk. Svifryk má flokka í gróft og fínt, þar sem gróft svifryk miðast við 2,5-10 míkrómetra en fínt er undir 2,5 míkrómetra. Til viðmiðunar er eitt korn af fínum fjörusandi 90 míkrómetrar, þannig að þessar agnir eru agnarsmáar. Svifrykið sem er undir 10 míkrómetrum kemst inn í öndunarfæri manna, læðist niður lungnaberkjur og þær allra smæstu setjast að í lungnablöðrunum og frásogast út í blóðrásina. Þannig er svifrykið ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Vegna þessa telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin léleg loftgæði vera eina ógn mannkyns. Áhrif nagladekkja á svifryk Í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis og auðlindafræði sem var unnin fyrir Vegagerðina árið 2021, og nefnist Áhrif hraða á mengun vegna umferðar, koma fram sláandi niðurstöður um hversu víðtæk og afgerandi hlutdeild nagladekk er í svifryki. Þar kemur fram að bíll á nagladekkjum yfir vetratímann eys um 2 kílóum af svifryki á ári hverju miðað við meðalakstur á meðan bíll sem ekur án nagladekkja eys um 300 grömmum af svifryki. Í þessum niðurstöðum er búið að taka tillit til annara þátta í mengun bílsins eins og dekkjaslits og bremsuryks. Einn bíll sem ekur um á nagladekkjum á veturna mengar á við sex bíla sem keyra um á annars konar vetrardekkjum. Sex vörubílar af svifryki Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar heldur utan um talningu nagladekkja og skv. þeim tölum er hlutfall bíla á nagladekkjum í ár 40%. Þegar hlutfall nagladekkja er reiknað upp með núverandi fjölda bíla á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að um 191 tonn af svifryki berist út í andrúmsloftið í ár frá bílum á nagladekkjum, með bílum án nagladekkja eru þetta samtals 235 tonn af svifryki. 235 tonn af svifryki svífa þannig um borgina í ár. Talan kann að virðast ótrúleg, en einn stór vörubíll tekur um 40 tonna hlass. Því jafngildir magnið því að sex vörubílahlöss af svifryki verði til á höfuðborgarsvæðinu á ári hverju. Það er því til mikils að vinna að draga úr notkun nagladekkja í þéttbýli, finna leiðir til að draga úr og stýra umferð einmitt til að bæta gæði loftsins sem við öndum að okkur. Umferðin eykst ár frá ári Á yfirstandandi kjörtímabil hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæplega 11 þúsund og á sama tíma heimsækja um 2,3 milljónir farþega landið árlega, langflest fara um Reykjanesbraut, en talið er að einn af hverjum þremur bílum þar sé bílaleigubíll. Umfjöllun um aukningu á umferð var í fréttum RÚV um síðustu helgi, en þar kom fram að umferðin hefði aukist um 5% á síðasta ári. Í ár heldur dagsumferðin áfram að aukast, mest í janúar sl. en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Tæplega 12 þúsund fleiri bílar keyrðu um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir svipaðri fjölgun íbúa næstu fjögur árin en með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili bætast við 12.000 bílar á götur höfuðborgarsvæðisins. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn, eins og strætó og hjólreiðar. Aðgerðir við bætt loftgæði strax Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Reykjavík er loksins að verða veruleika á næsta ári þegar framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu eru ráðgerðar og sérakreinar nýja almenningssamgöngukerfisins fara að birtast í borgarrýminu. Jafnframt er líka vinna hafin við Öldu, brúar yfir Fossvog, sem er lykil tenging í fyrstu lotu Borgalínu og verður mesta samgöngubylting höfuðborgarbúa á þessari öld. Það verða mikilvægir áfangasigrar en við getum gert enn betur til að bæta loftgæðin strax eins og að minnka notkun nagladekkja, draga úr umferð, lækka umferðarhraða á stofnbrautum og stýra umferð með hagrænum hvötum. Við viljum ekki skilja minni umhverfisgæði fyrir næstu kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Foreldrar vilja geta treyst því að börn og ungmenni geti leikið sér úti, hjólað og stundað skipulagt íþróttastarf utandyra án þess að heilbrigði og heilsu sé ógnað. Sonur minn og hans jafnaldrar eiga geta treyst á loftgæðin séu á grænu, Við viljum borg fyrir fólk en ekki bíla - fleira fólk - færri bíla - hreinna loft! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar