Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar 14. nóvember 2025 13:00 Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun