Áfram menning og listir á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 12:00 Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Menning Samfylkingin Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Akureyrarbær hefur um áratuga skeið þróast mjög á sviði menningar og lista. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fyrst upp úr 1990 með mikilli uppbyggingu í Listagilinu og svo áfram með opnun Hofs árið 2010, tilurð Menningarfélagsins Hofs og endurbyggingu Listasafnsins og uppbyggingar flóru safna, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ytri skilyrði skapa farveg fyrir fjölbreytt, faglegt og kröftugt menningarstarf. Til að skapa viðeigandi líf og kraft til að hlúa að frumkvæði og krafti á sviði menningar og lista verður jafnframt að beina sjónum að þeim tækifærum sem bærinn getur stutt við til atvinnusköpunar fyrir listafólk. Án framlags og vinnu þess hóps og grasrótar, verður list og menning ekki til. Áherslur Samfylkingarinnar í menningarmálum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar eru meðal annars að við teljum nauðsynlegt að uppfæra menningarstefnu bæjarins sem gilti til ársins 2018 og er því útrunnin. Samfylkingin vill halda áfram því sem vel hefur gengið og blása til sóknar í því sem þarf að endurskoða. Við höldum áfram stuðningi við menningarstofnanir á Akureyri; Menningarfélag Akureyrar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar innanborðs, Listasafnið á Akureyri og hina fjölbreyttu flóru annarra safna á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að menningarupplifunum bæði í Hrísey og í Grímsey, sem gætu verið þáttur í uppbyggingu ferðamennsku. Við viljum hækka framlög í Menningarsjóð og beina sjónum sérstaklega að því að hvetja til atvinnutækifæra fyrir listafólk sem býr og starfar á Akureyri. Þannig sköpum við grundvöll fyrir því að fleira listafólk velji sér búsetu á Akureyri og stuðlum að því að grasrótin fái tækifæri til þess að vaxa. Jafnframt teljum við hjá Samfylkingunni að skapa þurfi skýrari umgjörð um menningarmál innan bæjarkerfisins. Liður í því getur verið að endurvekja menningarmálanefnd, sem meðal annars hefði það hlutverk að eiga samtal við ríkið um framlög til menningarmála á Akureyri, enda teljum við nauðsynlegt að þau þurfi að hækka í samræmi við þann fjölda landsmanna sem sveitarfélagið þjónar. Samfylkingunni er annt um orðspor og stöðu Akureyrar sem menningarbæjar og því nauðsynlegt að hlúa vel að fyrrgreindum þáttum og jafnframt að blása til sóknar þannig að við stöndum enn frekar undir okkar hlutverki sem svæðisborg, gagnvart öðrum sveitarfélögum hér á Norðurlandi. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun