Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar