Rauðar fjaðrir verða leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta Sigþór U. Hallfreðsson og Þorkell Cyrusson skrifa 30. mars 2022 06:30 Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist hingað til lands á undanförnum árum en þörf er á átaki til að tryggja fleiri hunda hingað til lands, bæði til nýrra notanda og svo til að leysa þá hunda af hólmi sem komnir eru á starfslokaaldur. Til þess þurfa blindir og sjónskertir þína aðstoð. Rauðar fjaðrir og aðrar driffjaðrir góðs samfélags Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Stuðningur almennings og samtakamáttur í gegnum hreyfingar á borð við Lions, sem sér um sölu á rauðu fjöðrinni á Íslandi, hafa því verið helsti drifkraftur við fjármögnun mikilvægra hjálpartækja á borð við leiðsöguhunda. Þátttaka þín og forseta Íslands Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni dagana 31. mars til 3. apríl. Verndari söfnunarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun kaupa fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum kl. 14:30 í dag. Brýn þörf fyrir fleiri hunda fyrir blinda og sjónskerta Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Við hvetjum þig að vera með í þessari söfnun og sjá til þess að fleira blint og sjónskert fólk geti öðlast meira sjálfstæði í lífinu með hjálp leiðsöguhunda. Saman byggjum við betra samfélag. Höfundar eru formaður Blindrafélagsins og fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist hingað til lands á undanförnum árum en þörf er á átaki til að tryggja fleiri hunda hingað til lands, bæði til nýrra notanda og svo til að leysa þá hunda af hólmi sem komnir eru á starfslokaaldur. Til þess þurfa blindir og sjónskertir þína aðstoð. Rauðar fjaðrir og aðrar driffjaðrir góðs samfélags Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Stuðningur almennings og samtakamáttur í gegnum hreyfingar á borð við Lions, sem sér um sölu á rauðu fjöðrinni á Íslandi, hafa því verið helsti drifkraftur við fjármögnun mikilvægra hjálpartækja á borð við leiðsöguhunda. Þátttaka þín og forseta Íslands Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni dagana 31. mars til 3. apríl. Verndari söfnunarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann mun kaupa fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum kl. 14:30 í dag. Brýn þörf fyrir fleiri hunda fyrir blinda og sjónskerta Í þessari landssöfnun Lionshreyfingarinnar undir merkjum rauðu fjaðrarinnar er það nýmæli að styrkþeginn, Blindrafélagið, kemur mun meira að verkefninu með virkri þátttöku en í fyrri söfnunum, enda er þörfin brýn. Við hvetjum þig að vera með í þessari söfnun og sjá til þess að fleira blint og sjónskert fólk geti öðlast meira sjálfstæði í lífinu með hjálp leiðsöguhunda. Saman byggjum við betra samfélag. Höfundar eru formaður Blindrafélagsins og fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun