Óviðunandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 18. mars 2022 11:31 Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar