Eru foreldrar vannýtt auðlind í íslensku skólakerfi? Arnar Ævarsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun