Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu erlendis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 11:00 Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Við þekkjum öll að einstaklingur sem kemur heim eftir nám og störf í útlöndum kemur með ferskan blæ og nýjar hugmyndir, aðra sýn. Framþróun byggist á þekkingu, og þekkingu þarf að ná í. En hvers vegna er ég að rita þessar línur? Jú það er til þess að benda á að við höfum ekki geta boðið unga fólkinu okkar upp á viss tækifæri sem allar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við telja sjálfsagðan hlut. Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme Það sem um ræðir er tímabundin vegabréfsáritun með atvinnuleyfi fyrir ungt fólk, betur þekkt sem „Holiday Work Visa/Youth Mobility Scheme“ Þessar vegabréfsáritanir eru oftast fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára en stundum 18-35 ára. Atvinnuleyfið sem fæst með þessum áritunum er vissum takmörkunum háð. Sem dæmi þá er sjaldnast hægt að vinna hjá sama atvinnuveitandanum lengur en 6 mánuði. En í grunninn þá gefur þessi vegabréfsáritun ungu fólki tækifæri á að ferðast til framandi landa og vinna sér inn pening á meðan ferðalaginu stendur. Slíkar vegabréfs heimildir reynast oft atvinnugreinum vel þar sem mikið er um árstíðabundnar sveiflur, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður. En hvers vegna höfum við ekki boðið okkar unga fólki upp á slík tækifæri? Svarið við því er að hluta til vegna mistaka við lagasetningu árið 2008. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga. Þegar þessir samningar voru fyrst gerðir milli landa var venjan að miða við 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita þessa heimild einu sinni í hverju landi. En eftir aldamót fóru þjóðir að tala um að það væri of lágt viðmið og færðu aldursbilið í 18-30 ár eða 18-35 ár. Að auki var jafnframt heimilað að veita þessar áritanir hverjum einstaklingi tvisvar eða þrisvar. Þegar heimildin kom inn í íslensk lög árið 2008 var notast við þá þegar úrelt viðmið um 18-27 ára aldur og að aðeins mætti veita áritun einu sinni. Þessi mistök hafa haft letjandi áhrif á samninga við aðrar þjóðir, svo sem við Ástralíu. Eftir að lögin voru sett árið 2008 tók það 10 ár að gera fyrsta samninginn, þá við Japan á 27 ára reglunni. Nýlega varð til slíkur samningur sem hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Bretlands. Það furðulega við þann samning er að þrítugir Íslendingar geta farið til Bretlands en Bretarnir mega að hámarki vera 27 ára. Veitum sömu tækifæri Undirrituð telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á lögunum ásamt því að gerðir verði samningar við aðrar þjóðir um vegabréfsáritanir, þannig að ungir Íslendingar hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í öllum okkar helstu viðmiðunarlöndum. Eðlilegast væri að heimildir í lögum væru í takt við ýtrustu heimildir annara landa, þ.e. 18-35 ár líkt og í Kanada og Ástralíu. Það að geta starfað í öðrum löndum, kynnst menningu og þjóð, getur verið ómetanleg lífsreynsla. Í einhverjum tilvikum getur af slíkri reynslu sprottið nýsköpun með virðisauka fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun