Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Ís­lenskur skóla­stjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina

Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn.

Erlent
Fréttamynd

Var til­búinn með tapræðu í matar­boðinu

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Lífið
Fréttamynd

Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dóna­legt

„Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas

Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. 

Lífið
Fréttamynd

Flug­fé­lag bregst við vegna kómískrar frá­sagnar Katrínar

Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit.

Lífið
Fréttamynd

Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“

Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hall­gríms­syni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við.

Lífið
Fréttamynd

Freyr gaf KSÍ tveggja sólar­hringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr stígur inn í fót­bolta­sjúkt sam­félag: „Hefur á­hrif á allan bæinn hvernig gengur“

Ólafur Örn Bjarna­son, fyrr­verandi leik­maður norska úr­vals­deildar­félagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanders­syni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norður­landanna þar sem að fylgst er gaum­gæfi­lega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tíma­bil hjá Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þjálfarinn sem að lokum tekur á­kvörðunina um það hver okkar spilar“

Ís­lenski lands­lið­mark­vörðurinn Fann­ey Inga Birkis­dóttir segir það vilja mark­varða ís­lenska lands­liðsins að það sé mikil sam­keppni um stöðuna í markrammanum. Sam­keppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir ís­lenska lands­liðið er runnið upp og mark­verðir liðsins hafa verið að gera mjög vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Út­göngu­bann í borginni í nótt

Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa.

Erlent
Fréttamynd

Aron Can og fjöl­skylda í draum­kenndu fríi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin er staddur í fríi í Phúket, Taílandi, ásamt kærustu sinni, Ernu Maríu Björnsdóttur flugfreyju hjá Icelandair, og syni þeirra, Theó Can. Erna María hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ferðlagið síðastliðna daga.

Lífið
Fréttamynd

Hópur manna réðst á Ís­lending í Liverpool

Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans.

Innlent
Fréttamynd

Atli Steinn genginn í það heilaga

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 

Lífið