Stríð eru óskynsamleg Alexandra Breim skrifar 24. febrúar 2022 13:32 Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Fíkn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun