„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 16:21 Hjördís segist skilja sátt við reksturinn. Aðsend Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. „Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni. Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni.
Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira