Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Pizzur í stað smur­brauðs á nýrri Króníku

Búið er að skipta út smurbrauðinu á veitingastaðnum Krónikunni fyrir pizzur. Nýr matseðill er hannaður af Lucas Keller sem áður rak Cocoo‘s Nest. Veitingastaðnum var breytt til að taka betur mið af þörfum ungra barnafjölskyldna sem koma reglulega á svæðið en veitingastaðurinn er rekinn við Gerðasafn í Kópavogi.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breyta Kaffi Kjós í í­búðar­hús

Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út

Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda Bryn­dísar Klöru þakk­lát

Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Veitinga­hús vilji ekki bara ráða ó­fag­lært starfs­fólk

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mikill sparnaður í að segja upp fag­fólki

Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Sá eini fagmenntaði missti vinnuna

„Þetta er alls ekki góð þróun. Það er eins og veitingahúsaeigendum sé orðið alveg sama um fegurðina, og upplifunina sem fólk sækist eftir þegar það fer út að borða. Það er bara verið að hugsa um söluna og gróðann,“ segir Ragnar Þór Antonsson. 

Innlent
Fréttamynd

Tipsý bar valinn besti barinn í Reykja­vík

Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Má bera eig­anda Gríska hússins út

Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár

Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólög­legt starfs­fólk og skattaóreiða veitinga­staða

Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir.

Innlent
Fréttamynd

Kisurnar fögnuðu af­mælinu með stæl

Kattakaffihúsið, fyrsta og eina kattakaffihús landsins, fagnaði sjö ára afmæli rekstursins síðastliðinn laugardag með pomp og prakt. Margt var um bæði köttinn og manninn.

Lífið