Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 12. janúar 2022 09:01 Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Bítið Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Tengdar fréttir Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57 Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57
Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun