Samvinna formanns og varaformanns - sameiginlegar áskoranir Guðný Maja Riba skrifar 12. desember 2021 09:01 Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar