Braskborgin Reykjavík Gunnar Smári Egilsson skrifar 7. desember 2021 07:30 Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti. Hvernig má þetta vera? Getið þið leikið þetta eftir, keypt eitthvað fyrir sjö milljarða án þess að eiga túskilding með gati? Nei, auðvitað ekki. En sumir geta þetta í Reykjavík. Og í fjölmiðlum er sagt frá þessu eins og stórkostlegu framfaraskrefi, að eignarlaust félag ætli sér að byggja 1200 íbúðir og byrja á verkinu í sjö milljarða mínus. Hvað haldið þið að fjármögnun þessa verks kosti? Og hver haldið þið að borgi þann kostnað? Jú, einmitt. Fólkið sem kaupa eða leigja þessar íbúðir. Það mun borga allan fjármagnskostnaðinn og hagnaðinn sem eigendur Þorpsins ætla sér; fólk sem átti ekkert í gær en ætlar sér að verða ofsaríkt á morgun. Gammafélagið græðir Og íbúarnir þurfa líka að borga þessa sjö milljarða fyrir byggingaréttinn, gjald fyrir lóð með engu á öðru en ákvörðun borgaryfirvalda um byggingamagn. Félagið sem seldi réttinn hafði skráð hann á 1,9 milljarð króna í bókum sínum um síðustu áramót, náði sem sagt 5,1 milljarði króna í hreinan hagnað af þessum viðskiptum. Þetta er félag sem tengist Gamma, klúbbi ungra fjárglæframanna sem sprengdu upp húsnæðismarkaðinn í Reykjavík eftir Hrun og græddu svívirðilega mikið. Gamma varð reyndar gjaldþrota á heimskulegum veðmálum í útlöndum stuttu síðar, sem leiddi til þess að Kvikubanki tók yfir eignir Gamma. Karma, gæti einhver sagt. En það varð ógnargróði af braski þessa dótturfélags Gamma með byggingarréttinn í Ártúnsholti. Ungu fjárglæframennirnir hlógu alla leiðina í bankann þegar eignarlaust Þorpið galdraði fram sjö milljarða úr engu. Einhverjir braskverjar ákváðu að einn braskarinn ætti að fá lán til að kaupa af öðrum braskara. Þótt þú getir ekki fengið lán til að kaupa þér kjallaraholu, er alltaf nóg til fyrir braskarana. Almenningur borgar brúsann Þessir sjö milljarðar króna sem Gammarnir fóru með frá borði eru 87.500 kr. á hvern fermetra. Sá sem kaupir 75 fermetra íbúð mun borga rúmlega 6,5 milljónir króna meira fyrir íbúðina sína, bara til að dekka hlut Gamma. Þetta fer til manna sem voru búnir að taka út sinn hagnað áður en byrjað var að teikna fyrstu íbúðina. Líklega ætla eigendur Þorpsins og þau sem fjármagna þau sér annan eins gróða, svo líklega mun kaupandinn borga um 13 milljónir króna í braskgjöld þegar hann borgar íbúðina sína. En gleymum Þorpinu og þeim sem halda því uppi. Bara Gamma-gróðinn mun hækka mánaðarlega afborganir af 75 fermetra íbúðinni um rúmar 24 þúsund krónur á mánuði. Og miðað við hlutfall leigu og kaupverðs í nágrenninu má ætla að Gamma-skatturinn verði um 35 þúsund krónur á mánuði fyrir leigjenda að 75 fermetra íbúð. Ef við reiknum með að 75% íbúðanna verði seldar og 25% þeirra leigðar út má reikna með að íbúar í allt að 1200 íbúðum muni borga um 13,7 milljarða króna á núvirði yfir 40 ára tíma, bara til að borga út Gamma-mennina. En til hvers? Til hvers leggjum við slíka byrði á hóp fólks til að örfáir geti hlegið sig máttlausa á leið í bankann? 24-35 þúsund króna kjaraskerðing á mánuði í fjörutíu ár er mikið högg. Til að vega það upp þarftu að afla 42-61 þúsund króna tekna. Mánaðarlega í fjörutíu ár. Bara fyrir Gamma. Þetta er eitt af undrum veraldar. Að fólk láti þetta yfir sig ganga. Því er jafnvel haldið fram að það séu Gamma-mennirnir sem búi til verðmætin, að þeir sem hrifsa til sín fé almennings hafi í raun búið verðmætin til. Bensínmönnum gefinn 9,1 milljarður Og þetta Gamma-Þorp á Ártúnsholtinu er ekkert einsdæmi. Reitir seldu byggingarétt á svokölluðum Orkureit á svo til sama fermetraverð aðeins um viku áður en Þorpið keypti Gamma út á Ártúnsholti. Og stuttu síðar var tilkynnt að Reykjavíkurborg hefði mútað olíufélögunum til að loka nokkrum bensínstöðvum einhverjum misserum fyrr en ella hefði orðið, með því að gefa þeim rausnarlegan byggingarétt. Þessar bensínstöðvar eru á lóðum sem eru samanlagt meira en tvisvar sinnum stærri en Orkureiturinn. Ef við gerum ráð fyrir sambærilegu byggingamagni og þar, það er byggingamagni á týpískum þéttingareit í borginni, þá má ætla að borgin hafi gefið olíufélögunum byggingarétt upp á 9,1 milljarð króna. Olíufélögin áttu þessi verðmæti ekki í fyrra en hafa nú skyndilega eignast þau gegn loforði um að loka tólf bensínstöðvum sem eru að úreldast hratt. Ef þú vilt byggja í Reykjavík verður þú að kaupa lóð. Ef þú átt bensínstöð þá færðu byggingaréttinn ókeypis. Sem sárabætur frá borginni vegna þess að rafbílar nota ekki bensínstöðvar. Og selja olíufélögin byggingaréttinn einhverjum braskara sem ætar líka að finna ókeypis peninga með braski sem á endanum lendir á kaupendum og leigjendum húsnæðisins, sem verða ævina á enda að þræla upp í braskgróðann. Við þurfum ekki að hafa þetta svona Þetta kerfi, þessi stjórnlausa braskvæðing húsnæðis, er svona vegna þess að einhver bjó það til og vegna þess að við látum þetta viðgangast. Og eins og þetta kerfi er mannana verk, sköpunarverk fársjúkrar valdastéttar sem er orðin stjórnlaus af græðgi, þá getum við allt eins búið til nýtt kerfi sem þjónar almenningi en ekki aðeins bröskurunum. Til þess þurfum við að vakna af dáleiðslunni. Braskararnir skapa engin verðmæti, þeir eru blóðsugur og sníkjudýr, óværa. Að fela þeim uppbyggingu húsnæðiskerfisins, grunnþáttar allrar velmegunar, er sturlun, brjálsemi, sem því miður stjórnmálastéttin er heltekin af. Megir þú vakna sem fyrst. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Reykjavík Sósíalistaflokkurinn GAMMA Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti. Hvernig má þetta vera? Getið þið leikið þetta eftir, keypt eitthvað fyrir sjö milljarða án þess að eiga túskilding með gati? Nei, auðvitað ekki. En sumir geta þetta í Reykjavík. Og í fjölmiðlum er sagt frá þessu eins og stórkostlegu framfaraskrefi, að eignarlaust félag ætli sér að byggja 1200 íbúðir og byrja á verkinu í sjö milljarða mínus. Hvað haldið þið að fjármögnun þessa verks kosti? Og hver haldið þið að borgi þann kostnað? Jú, einmitt. Fólkið sem kaupa eða leigja þessar íbúðir. Það mun borga allan fjármagnskostnaðinn og hagnaðinn sem eigendur Þorpsins ætla sér; fólk sem átti ekkert í gær en ætlar sér að verða ofsaríkt á morgun. Gammafélagið græðir Og íbúarnir þurfa líka að borga þessa sjö milljarða fyrir byggingaréttinn, gjald fyrir lóð með engu á öðru en ákvörðun borgaryfirvalda um byggingamagn. Félagið sem seldi réttinn hafði skráð hann á 1,9 milljarð króna í bókum sínum um síðustu áramót, náði sem sagt 5,1 milljarði króna í hreinan hagnað af þessum viðskiptum. Þetta er félag sem tengist Gamma, klúbbi ungra fjárglæframanna sem sprengdu upp húsnæðismarkaðinn í Reykjavík eftir Hrun og græddu svívirðilega mikið. Gamma varð reyndar gjaldþrota á heimskulegum veðmálum í útlöndum stuttu síðar, sem leiddi til þess að Kvikubanki tók yfir eignir Gamma. Karma, gæti einhver sagt. En það varð ógnargróði af braski þessa dótturfélags Gamma með byggingarréttinn í Ártúnsholti. Ungu fjárglæframennirnir hlógu alla leiðina í bankann þegar eignarlaust Þorpið galdraði fram sjö milljarða úr engu. Einhverjir braskverjar ákváðu að einn braskarinn ætti að fá lán til að kaupa af öðrum braskara. Þótt þú getir ekki fengið lán til að kaupa þér kjallaraholu, er alltaf nóg til fyrir braskarana. Almenningur borgar brúsann Þessir sjö milljarðar króna sem Gammarnir fóru með frá borði eru 87.500 kr. á hvern fermetra. Sá sem kaupir 75 fermetra íbúð mun borga rúmlega 6,5 milljónir króna meira fyrir íbúðina sína, bara til að dekka hlut Gamma. Þetta fer til manna sem voru búnir að taka út sinn hagnað áður en byrjað var að teikna fyrstu íbúðina. Líklega ætla eigendur Þorpsins og þau sem fjármagna þau sér annan eins gróða, svo líklega mun kaupandinn borga um 13 milljónir króna í braskgjöld þegar hann borgar íbúðina sína. En gleymum Þorpinu og þeim sem halda því uppi. Bara Gamma-gróðinn mun hækka mánaðarlega afborganir af 75 fermetra íbúðinni um rúmar 24 þúsund krónur á mánuði. Og miðað við hlutfall leigu og kaupverðs í nágrenninu má ætla að Gamma-skatturinn verði um 35 þúsund krónur á mánuði fyrir leigjenda að 75 fermetra íbúð. Ef við reiknum með að 75% íbúðanna verði seldar og 25% þeirra leigðar út má reikna með að íbúar í allt að 1200 íbúðum muni borga um 13,7 milljarða króna á núvirði yfir 40 ára tíma, bara til að borga út Gamma-mennina. En til hvers? Til hvers leggjum við slíka byrði á hóp fólks til að örfáir geti hlegið sig máttlausa á leið í bankann? 24-35 þúsund króna kjaraskerðing á mánuði í fjörutíu ár er mikið högg. Til að vega það upp þarftu að afla 42-61 þúsund króna tekna. Mánaðarlega í fjörutíu ár. Bara fyrir Gamma. Þetta er eitt af undrum veraldar. Að fólk láti þetta yfir sig ganga. Því er jafnvel haldið fram að það séu Gamma-mennirnir sem búi til verðmætin, að þeir sem hrifsa til sín fé almennings hafi í raun búið verðmætin til. Bensínmönnum gefinn 9,1 milljarður Og þetta Gamma-Þorp á Ártúnsholtinu er ekkert einsdæmi. Reitir seldu byggingarétt á svokölluðum Orkureit á svo til sama fermetraverð aðeins um viku áður en Þorpið keypti Gamma út á Ártúnsholti. Og stuttu síðar var tilkynnt að Reykjavíkurborg hefði mútað olíufélögunum til að loka nokkrum bensínstöðvum einhverjum misserum fyrr en ella hefði orðið, með því að gefa þeim rausnarlegan byggingarétt. Þessar bensínstöðvar eru á lóðum sem eru samanlagt meira en tvisvar sinnum stærri en Orkureiturinn. Ef við gerum ráð fyrir sambærilegu byggingamagni og þar, það er byggingamagni á týpískum þéttingareit í borginni, þá má ætla að borgin hafi gefið olíufélögunum byggingarétt upp á 9,1 milljarð króna. Olíufélögin áttu þessi verðmæti ekki í fyrra en hafa nú skyndilega eignast þau gegn loforði um að loka tólf bensínstöðvum sem eru að úreldast hratt. Ef þú vilt byggja í Reykjavík verður þú að kaupa lóð. Ef þú átt bensínstöð þá færðu byggingaréttinn ókeypis. Sem sárabætur frá borginni vegna þess að rafbílar nota ekki bensínstöðvar. Og selja olíufélögin byggingaréttinn einhverjum braskara sem ætar líka að finna ókeypis peninga með braski sem á endanum lendir á kaupendum og leigjendum húsnæðisins, sem verða ævina á enda að þræla upp í braskgróðann. Við þurfum ekki að hafa þetta svona Þetta kerfi, þessi stjórnlausa braskvæðing húsnæðis, er svona vegna þess að einhver bjó það til og vegna þess að við látum þetta viðgangast. Og eins og þetta kerfi er mannana verk, sköpunarverk fársjúkrar valdastéttar sem er orðin stjórnlaus af græðgi, þá getum við allt eins búið til nýtt kerfi sem þjónar almenningi en ekki aðeins bröskurunum. Til þess þurfum við að vakna af dáleiðslunni. Braskararnir skapa engin verðmæti, þeir eru blóðsugur og sníkjudýr, óværa. Að fela þeim uppbyggingu húsnæðiskerfisins, grunnþáttar allrar velmegunar, er sturlun, brjálsemi, sem því miður stjórnmálastéttin er heltekin af. Megir þú vakna sem fyrst. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun