Nagladekkjafrumvarpið ógurlega – um hvað snýst það eiginlega? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. desember 2021 08:02 Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samgöngur Umferðaröryggi Loftslagsmál Heilbrigðismál Umhverfismál Alþingi Bílar Reykjavík Nagladekk Tengdar fréttir Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00
Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun