Daggæsla á vinnustað Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2021 08:30 Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri. Atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endurheimta starfsfólk að loknu fæðingarorlofi. Foreldrar eru gjarnan lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á daggæslu í kjölfar barneigna. Ríkisstjórnin hefur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bilið. Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagforeldrastéttar – og fjölgun leikskólarýma – en það mætti jafnframt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að samtali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjölskyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auðveldara með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna – og atvinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka daggæslukosti. Fjölskylduvandinn í Reykjavík hefur verið viðvarandi. Lengi hefur staðið á borgaryfirvöldum að finna raunverulegar lausnir. Fjölgum valkostum – eflum dagforeldrastéttina, fjölgum leikskólarýmum og leitum samstarfs við stærri vinnustaði um daggæslu fyrir börn starfsmanna. Tryggjum einfaldara líf fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri. Atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endurheimta starfsfólk að loknu fæðingarorlofi. Foreldrar eru gjarnan lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á daggæslu í kjölfar barneigna. Ríkisstjórnin hefur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bilið. Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagforeldrastéttar – og fjölgun leikskólarýma – en það mætti jafnframt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að samtali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjölskyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auðveldara með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna – og atvinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka daggæslukosti. Fjölskylduvandinn í Reykjavík hefur verið viðvarandi. Lengi hefur staðið á borgaryfirvöldum að finna raunverulegar lausnir. Fjölgum valkostum – eflum dagforeldrastéttina, fjölgum leikskólarýmum og leitum samstarfs við stærri vinnustaði um daggæslu fyrir börn starfsmanna. Tryggjum einfaldara líf fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun