Betri umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum. Umferðarmet í september Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar var umferð á höfuðborgarsvæðinu í september 6% meiri en í fyrra, en umferð í september hefur aldrei mælst jafnmikil. Þetta er mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. September 2021 er því næstmesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga. Skemmst er þess að minnast þegar umferð dróst verulega saman árið 2020 í kjölfar sóttvarnaraðgerða en mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða komu fram í viku 12 árið 2020. Nú hefur umferðin aukist um 6,3% frá áramótum það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf að leita aftur til ársins 2017 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Fleiri á ferðinni Óhjákvæmilegur fylgifiskur aukins umferðarálags er aukin hætta á árekstrum. Því fleiri sem eru á ferðinni því meiri líkur á samstuði. Því er eftir sem áður mikilvægt að vera vel vakandi í umferðinni og fara eftir umferðarreglum. Ein leið til að minnka líkur á árekstri er að gæta vel að hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Því hraðar sem bíll fer þeim mun lengri er hemlunarvegalengdin. Því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á alvarlegu slysi. Þegar ekið er of hratt eiga ökumenn erfiðara með að bregðast við á öruggan hátt ef eitthvað óvænt kemur upp á og líklegra er að ökumaður missi stjórn á ökutækinu. Hámarkshraði er mikilvægur Í mörgum íbúðarhverfum og í grennd við skóla gildir 30 km hámarkshraði. Þar er algengt að gangandi vegfarendur séu á ferð og oft börn sem ferðast hvað mest með virkum hætti, gangandi eða hjólandi. Mikill munur er á því að vera á 30 kílómetra eða 50 kílómetra hraða, svo dæmi sé tekið. Hemlunarvegalengd lengist umtalsvert en það er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla þar til ökutækið stöðvast. Hemlunarvegalengd ökutækja á 50 km hraða er um 14 metrar. Á undan líður viðbragðstími frá því ökumaður skynjar nauðsyn þess að hemla þar til hann stígur á bremsuna. Viðbragðstími bílstjóra er yfirleitt um það bil ein sekúnda en bíllinn getur engu að síður farið nokkra tugi metra á þeim tíma ef hraðinn er umtalsverður. Við getum því rétt ímyndað okkur atburðarásina ef barn hleypur skyndilega yfir gangbraut og bíl er ekið á yfir 50 km hraða á klukkustund. Hemlunarvegalengd er einkum háð ökuhraða og veggripi og því er einnig mikilvægt að vera vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Loftþrýstingur í dekkjum hefur einnig áhrif á stöðugleika og hemlunarvegalengd og hafa þarf í huga að ökutæki hreyfast á mismunandi hátt eftir því hversu stór og þung þau eru. Athygli við aksturinn Auk þess að vera vel búin og virða umferðarreglur er nauðsynlegt að hafa fulla athygli við aksturinn. Umferðin er samspil margra hluta, síbreytileg og kvik. Því getur augnabliks athugunarleysi reynst dýrkeypt. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri líturðu af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Það þýðir að á 70 kílómetra hraða keyrir þú nær 100 metra blindandi. Á 90 kílómetra hraða keyrir þú 125 metra blindandi sem er lengra en heill fótboltavöllur! Það gefur augaleið að við þessar aðstæður ertu lengur að bremsa, viðbragðstíminn lengist um allt að helming og líkur á að þú lendir í umferðarslysi tuttugufaldast. Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni til muna og rétt er að minna á að ólöglegt er að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þegar rökkva tekur er enn fremur mikilvægt að vera á varðbergi og taka vel eftir. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og mikilvægt er að nota endurskinsmerki. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau og ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella. Hægt er að fá endurskinsmerki víða, meðal annars hjá Sjóvá og gæta þarf þess að hafa þau sýnileg. Leggjumst á eitt Við erum öll hluti af umferðinni og því er það sameiginlegt verkefni okkar að láta hana ganga upp þannig að allir skili sér heilir heim. Það gerist ekki öðruvísi en að allir axli ábyrgð, fari eftir umferðarreglum og sýni varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Slysavarnir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum. Umferðarmet í september Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar var umferð á höfuðborgarsvæðinu í september 6% meiri en í fyrra, en umferð í september hefur aldrei mælst jafnmikil. Þetta er mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. September 2021 er því næstmesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga. Skemmst er þess að minnast þegar umferð dróst verulega saman árið 2020 í kjölfar sóttvarnaraðgerða en mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða komu fram í viku 12 árið 2020. Nú hefur umferðin aukist um 6,3% frá áramótum það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þarf að leita aftur til ársins 2017 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Fleiri á ferðinni Óhjákvæmilegur fylgifiskur aukins umferðarálags er aukin hætta á árekstrum. Því fleiri sem eru á ferðinni því meiri líkur á samstuði. Því er eftir sem áður mikilvægt að vera vel vakandi í umferðinni og fara eftir umferðarreglum. Ein leið til að minnka líkur á árekstri er að gæta vel að hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Því hraðar sem bíll fer þeim mun lengri er hemlunarvegalengdin. Því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á alvarlegu slysi. Þegar ekið er of hratt eiga ökumenn erfiðara með að bregðast við á öruggan hátt ef eitthvað óvænt kemur upp á og líklegra er að ökumaður missi stjórn á ökutækinu. Hámarkshraði er mikilvægur Í mörgum íbúðarhverfum og í grennd við skóla gildir 30 km hámarkshraði. Þar er algengt að gangandi vegfarendur séu á ferð og oft börn sem ferðast hvað mest með virkum hætti, gangandi eða hjólandi. Mikill munur er á því að vera á 30 kílómetra eða 50 kílómetra hraða, svo dæmi sé tekið. Hemlunarvegalengd lengist umtalsvert en það er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla þar til ökutækið stöðvast. Hemlunarvegalengd ökutækja á 50 km hraða er um 14 metrar. Á undan líður viðbragðstími frá því ökumaður skynjar nauðsyn þess að hemla þar til hann stígur á bremsuna. Viðbragðstími bílstjóra er yfirleitt um það bil ein sekúnda en bíllinn getur engu að síður farið nokkra tugi metra á þeim tíma ef hraðinn er umtalsverður. Við getum því rétt ímyndað okkur atburðarásina ef barn hleypur skyndilega yfir gangbraut og bíl er ekið á yfir 50 km hraða á klukkustund. Hemlunarvegalengd er einkum háð ökuhraða og veggripi og því er einnig mikilvægt að vera vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Loftþrýstingur í dekkjum hefur einnig áhrif á stöðugleika og hemlunarvegalengd og hafa þarf í huga að ökutæki hreyfast á mismunandi hátt eftir því hversu stór og þung þau eru. Athygli við aksturinn Auk þess að vera vel búin og virða umferðarreglur er nauðsynlegt að hafa fulla athygli við aksturinn. Umferðin er samspil margra hluta, síbreytileg og kvik. Því getur augnabliks athugunarleysi reynst dýrkeypt. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri líturðu af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Það þýðir að á 70 kílómetra hraða keyrir þú nær 100 metra blindandi. Á 90 kílómetra hraða keyrir þú 125 metra blindandi sem er lengra en heill fótboltavöllur! Það gefur augaleið að við þessar aðstæður ertu lengur að bremsa, viðbragðstíminn lengist um allt að helming og líkur á að þú lendir í umferðarslysi tuttugufaldast. Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni til muna og rétt er að minna á að ólöglegt er að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þegar rökkva tekur er enn fremur mikilvægt að vera á varðbergi og taka vel eftir. Börn á leið í skóla sjást oft illa í ljósaskiptunum og mikilvægt er að nota endurskinsmerki. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau og ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella. Hægt er að fá endurskinsmerki víða, meðal annars hjá Sjóvá og gæta þarf þess að hafa þau sýnileg. Leggjumst á eitt Við erum öll hluti af umferðinni og því er það sameiginlegt verkefni okkar að láta hana ganga upp þannig að allir skili sér heilir heim. Það gerist ekki öðruvísi en að allir axli ábyrgð, fari eftir umferðarreglum og sýni varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun