Með andlitið í blóðpolli Gunnar Karl Ólafsson skrifar 8. október 2021 07:00 Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins. Í þessari miklu umræðu hefur hópur fólks tekið það upp að rífa niður, á oft mjög ljótan og óvæginn hátt, þá sem að koma fram undir nafni og saka áberandi fólk í samfélaginu um brot. Gerendameðvirkni, afneitun og þöggun hefur verið svakaleg í þessum umræðum. Síðan er sami hópurinn hissa að sumir kjósa að koma ekki undir nafni eða kjósi að kæra ekki. Þessi umræða hefur líka gert það að verkum að flest allir hafa tjáð sig um þessi mál síðustu mánuði, mörg á uppbyggilegan máta. En flest okkar hafa svo eflaust heyrt ófáa í sínu daglega lífi og á netheimum tala niður þolendur og/eða hlífa gerendum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Við sem samfélag erum að sprengja kýlið og finna út hvernig skal taka á þessum málum. Það er sársaukafullt og erfitt ferli en tími meðvirkni, afneitunar og þöggunar er á enda. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk kýs ekki að tilkynna eða kæra ofbeldi og er það persónuleg ákvörðun hvers og eins. Eftirmálar kynferðisofbeldis eru erfiðir og hafa langvarandi líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir þolendur. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að vinna sig út úr þeim. Eftirmálarnir eru sumum of erfiðir, en þolendur eru þrettán sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki lent í kynferðisofbeldi. Tölfræðin í dómskerfinu er heldur ekkert sérstaklega uppörvandi. Talið er að 310 af hverjum 1.000 brotum séu tilkynnt, 69% brota koma því aldrei á borð lögreglu. En einungis 17% tilkynntra brota fara fyrir dóm þar sem að 87% þeirra mála enda með sýknu. Mér hefur ekki langað til að leita til lögreglu eða láta á það reyna að leita réttar míns vegna þess kynferðislega ofbeldis sem ég hef orðið fyrir. Byrja á því að grafa upp allt þetta áfall í smáatriðum með því að lýsa ofbeldinu bæði hjá lögfræðingi og í skýrslutöku hjá lögreglu. Eiga svo 17% séns á því að það fari fyrir dóm. Ef að það er tekið upp fyrir dómi þá tekur annað við, lögfræðingar gerenda minna koma til með að véfengja og þjarma að mér með einum eða öðrum hætti til að verja skjólstæðinga sína. Að þurfa svo að heyra eða lesa vitnisburð gerendanna sem að munu að öllum líkindum hafa allt aðra sögu að segja. Eftir allt þetta eru svo 13% líkur á því að þeir verði sakfelldir og 87% líkur á því að málið fellur niður. Þetta ferli myndi taka heilmikinn toll á sálinni með grátlega litlar líkur á því að réttlætið næði í gegn. Þær hugrökku manneskjur sem hafa stigið fram, sagt frá og leitað réttar síns eru hetjur. Hetjur sem þurfa svo að takast á við holskeflu af ömurlegum og hræðilegum umræðum um sig og sinn trúverðugleika ofan á allt hitt álagið. Það er ótrúlegt að trúverðugleiki þolenda er ávalt strax dreginn í efa, þegar rannsóknir sýna fram á allt annað. Þau sem velja að stíga ekki fram eru líka hetjur, en okkur sem samfélagi ber að styðja þau einnig í sínu bataferli. Vöndum okkur í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi, þú veist aldrei hver í kringum þig gæti átt við þann pakka innra með sér. Styðjum við þolendur, krefjumst þess að stjórnvöld leiti leiða til að hlúa betur að málefnum þolenda. Meðal annars með því að rýmka gjafsóknarreglur og lögbinda launað leyfi eftir að brotið hefur verið á fólki. Tryggjum þeim stuðning svo sem með aðgengi að heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, það er ekki allra að eiga fyrir nauðsynlegri meðferð við áfallastreituröskun og öðrum greiningum í kjölfar brots. Fræðum börnin okkar um mörk, samskipti og virðingu. Hnippum í vinnufélagann, fjölskyldumeðliminn, vininn og liðsfélagann þegar þeir tala óvægið gegn þolendum eða einstaka samfélagshópum. Tæklum málin á hinum endanum líka og styrkjum úrræði fyrir gerendur, svo að þau fái aðstoð við að gangast við sínum brotum og fyrirbyggja frekari ofbeldisbrot.Lítum upp úr blóðpollinum og vinnum að því að fyrirbyggja það sem annars koma skal og tökum okkur á í að hreinsa til þar sem samfélagið hefur brugðis fólki. Fokk Ofbeldi! Höfundur tilheyrir þeim 69% sem leitaði ekki réttar síns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins. Í þessari miklu umræðu hefur hópur fólks tekið það upp að rífa niður, á oft mjög ljótan og óvæginn hátt, þá sem að koma fram undir nafni og saka áberandi fólk í samfélaginu um brot. Gerendameðvirkni, afneitun og þöggun hefur verið svakaleg í þessum umræðum. Síðan er sami hópurinn hissa að sumir kjósa að koma ekki undir nafni eða kjósi að kæra ekki. Þessi umræða hefur líka gert það að verkum að flest allir hafa tjáð sig um þessi mál síðustu mánuði, mörg á uppbyggilegan máta. En flest okkar hafa svo eflaust heyrt ófáa í sínu daglega lífi og á netheimum tala niður þolendur og/eða hlífa gerendum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Við sem samfélag erum að sprengja kýlið og finna út hvernig skal taka á þessum málum. Það er sársaukafullt og erfitt ferli en tími meðvirkni, afneitunar og þöggunar er á enda. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk kýs ekki að tilkynna eða kæra ofbeldi og er það persónuleg ákvörðun hvers og eins. Eftirmálar kynferðisofbeldis eru erfiðir og hafa langvarandi líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir þolendur. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að vinna sig út úr þeim. Eftirmálarnir eru sumum of erfiðir, en þolendur eru þrettán sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki lent í kynferðisofbeldi. Tölfræðin í dómskerfinu er heldur ekkert sérstaklega uppörvandi. Talið er að 310 af hverjum 1.000 brotum séu tilkynnt, 69% brota koma því aldrei á borð lögreglu. En einungis 17% tilkynntra brota fara fyrir dóm þar sem að 87% þeirra mála enda með sýknu. Mér hefur ekki langað til að leita til lögreglu eða láta á það reyna að leita réttar míns vegna þess kynferðislega ofbeldis sem ég hef orðið fyrir. Byrja á því að grafa upp allt þetta áfall í smáatriðum með því að lýsa ofbeldinu bæði hjá lögfræðingi og í skýrslutöku hjá lögreglu. Eiga svo 17% séns á því að það fari fyrir dóm. Ef að það er tekið upp fyrir dómi þá tekur annað við, lögfræðingar gerenda minna koma til með að véfengja og þjarma að mér með einum eða öðrum hætti til að verja skjólstæðinga sína. Að þurfa svo að heyra eða lesa vitnisburð gerendanna sem að munu að öllum líkindum hafa allt aðra sögu að segja. Eftir allt þetta eru svo 13% líkur á því að þeir verði sakfelldir og 87% líkur á því að málið fellur niður. Þetta ferli myndi taka heilmikinn toll á sálinni með grátlega litlar líkur á því að réttlætið næði í gegn. Þær hugrökku manneskjur sem hafa stigið fram, sagt frá og leitað réttar síns eru hetjur. Hetjur sem þurfa svo að takast á við holskeflu af ömurlegum og hræðilegum umræðum um sig og sinn trúverðugleika ofan á allt hitt álagið. Það er ótrúlegt að trúverðugleiki þolenda er ávalt strax dreginn í efa, þegar rannsóknir sýna fram á allt annað. Þau sem velja að stíga ekki fram eru líka hetjur, en okkur sem samfélagi ber að styðja þau einnig í sínu bataferli. Vöndum okkur í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi, þú veist aldrei hver í kringum þig gæti átt við þann pakka innra með sér. Styðjum við þolendur, krefjumst þess að stjórnvöld leiti leiða til að hlúa betur að málefnum þolenda. Meðal annars með því að rýmka gjafsóknarreglur og lögbinda launað leyfi eftir að brotið hefur verið á fólki. Tryggjum þeim stuðning svo sem með aðgengi að heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, það er ekki allra að eiga fyrir nauðsynlegri meðferð við áfallastreituröskun og öðrum greiningum í kjölfar brots. Fræðum börnin okkar um mörk, samskipti og virðingu. Hnippum í vinnufélagann, fjölskyldumeðliminn, vininn og liðsfélagann þegar þeir tala óvægið gegn þolendum eða einstaka samfélagshópum. Tæklum málin á hinum endanum líka og styrkjum úrræði fyrir gerendur, svo að þau fái aðstoð við að gangast við sínum brotum og fyrirbyggja frekari ofbeldisbrot.Lítum upp úr blóðpollinum og vinnum að því að fyrirbyggja það sem annars koma skal og tökum okkur á í að hreinsa til þar sem samfélagið hefur brugðis fólki. Fokk Ofbeldi! Höfundur tilheyrir þeim 69% sem leitaði ekki réttar síns
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar