Menntun byggð á slæmum grunni Hrafnkell Karlsson skrifar 28. september 2021 10:00 Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun