Menntun byggð á slæmum grunni Hrafnkell Karlsson skrifar 28. september 2021 10:00 Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun