Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax Tryggvi Guðjón Ingason skrifar 24. september 2021 11:30 Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar