Vörumst mistök annara í útlendingamálum Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 21. september 2021 08:31 Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer. Þessar áskoranir lúta að uppbyggingu samfélagsins og mótun þjóðfélagsgerðarinnar en þó ekki síst hve hratt við teljum að þessir þættir breytist. En það er mikilvægt að geta rætt þessi mál og fólk á að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við sjáum því miður oft þegar þessi málefni ber á góma. En þetta dregur fram mikilvægis eins af helstu baráttumálum okkar Miðflokksmanna sem snýr einmitt að tjáningarfrelsinu. Við viljum að innleidd verði lög til að verja tjáningarfrelsi í samræmi við stjórnarskrá. Þessi lög munu verja Íslendinga fyrir því að stofnanir eða fyrirtæki, innlend eða erlend, láti fólk gjalda skoðana sinna (svo framarlega sem þær fela ekki í sér hótanir, hvatningu til ofbeldis eða ólögmætar ásakanir). Þannig verði tryggt að öll íslensk lög standist ákvæði stjórnarskrárinnar um málfrelsi. Vantar heiðarlega og opinskáa umræðu Sumum kann að virðast að tjáningarfrelsi sé sjálfgefin hlutur en því miður er misbrestur á að heiðarleg og opinská umræða fái þrifist. Það á kannski sérstaklega við um málefni útlendinga en þann málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Ógeðfelldar árásir Því miður höfum við hvað eftir annað séð ógeðfelldar árásir á Útlendingastofnun og starfsmenn hennar. Að baki þessum árásum er oft fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer. Þessar áskoranir lúta að uppbyggingu samfélagsins og mótun þjóðfélagsgerðarinnar en þó ekki síst hve hratt við teljum að þessir þættir breytist. En það er mikilvægt að geta rætt þessi mál og fólk á að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við sjáum því miður oft þegar þessi málefni ber á góma. En þetta dregur fram mikilvægis eins af helstu baráttumálum okkar Miðflokksmanna sem snýr einmitt að tjáningarfrelsinu. Við viljum að innleidd verði lög til að verja tjáningarfrelsi í samræmi við stjórnarskrá. Þessi lög munu verja Íslendinga fyrir því að stofnanir eða fyrirtæki, innlend eða erlend, láti fólk gjalda skoðana sinna (svo framarlega sem þær fela ekki í sér hótanir, hvatningu til ofbeldis eða ólögmætar ásakanir). Þannig verði tryggt að öll íslensk lög standist ákvæði stjórnarskrárinnar um málfrelsi. Vantar heiðarlega og opinskáa umræðu Sumum kann að virðast að tjáningarfrelsi sé sjálfgefin hlutur en því miður er misbrestur á að heiðarleg og opinská umræða fái þrifist. Það á kannski sérstaklega við um málefni útlendinga en þann málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Ógeðfelldar árásir Því miður höfum við hvað eftir annað séð ógeðfelldar árásir á Útlendingastofnun og starfsmenn hennar. Að baki þessum árásum er oft fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun