Heilbrigðisskimun allra er réttlætismál Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 20:00 Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni. Þar skiptir mestu að Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að öllum íslenskum ríkisborgurum, búsettum á Íslandi, 40 ára og eldri, standi til boða almenn heilbrigðisskimun á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu. Um leið verði tryggt að þegar tilefni þykir til verði hægt að kalla eftir auka skimun. Með þessum hætti fá allir landsmenn aðgang að heilbrigðiseftirliti og þurfa ekki að hugsa um að þeir hafi orðið að sparað við sig heilbrigðisþjónustu einhverra hluta vegna. Með skimun eins og Miðflokkurinn leggur til verður hægt að grípa miklu fyrr inní ef sjúkdómar láta á sér kræla, aðkomu heilbrigðiskerfisins að eftirliti verður gerbreytt sem á að tryggja betri heilsu fyrir alla og minni kostnað fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja beri öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og þannig verði jafnstaða allra landsmanna gagnvart þjónustunni höfð að leiðarljósi. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem hafa skipt sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu og gera það enn. Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar reistar. Með öllum þessum tillögum hyggst Miðflokkurinn taka á þeim kerfislæga vanda sem ríkir í heilbrigðisþjónustunni. Höfundur skipar efsta sæti á liðsta Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni. Þar skiptir mestu að Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að öllum íslenskum ríkisborgurum, búsettum á Íslandi, 40 ára og eldri, standi til boða almenn heilbrigðisskimun á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu. Um leið verði tryggt að þegar tilefni þykir til verði hægt að kalla eftir auka skimun. Með þessum hætti fá allir landsmenn aðgang að heilbrigðiseftirliti og þurfa ekki að hugsa um að þeir hafi orðið að sparað við sig heilbrigðisþjónustu einhverra hluta vegna. Með skimun eins og Miðflokkurinn leggur til verður hægt að grípa miklu fyrr inní ef sjúkdómar láta á sér kræla, aðkomu heilbrigðiskerfisins að eftirliti verður gerbreytt sem á að tryggja betri heilsu fyrir alla og minni kostnað fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja beri öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og þannig verði jafnstaða allra landsmanna gagnvart þjónustunni höfð að leiðarljósi. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem hafa skipt sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu og gera það enn. Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar reistar. Með öllum þessum tillögum hyggst Miðflokkurinn taka á þeim kerfislæga vanda sem ríkir í heilbrigðisþjónustunni. Höfundur skipar efsta sæti á liðsta Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun