Hefur sjálfsskaði tilgang? Agla Hjörvarsdóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir skrifa 17. september 2021 16:01 Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun