Umfaðmandi sósíalískur femínismi Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 4. september 2021 11:01 Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun