Umfaðmandi sósíalískur femínismi Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 4. september 2021 11:01 Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun