Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða Haukur V. Alfreðsson skrifar 29. júlí 2021 09:01 Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Veitingastaðir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun