Góðir landsmenn, ég er femínisti! Bjarki Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Jafnréttismál Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun