Góðir landsmenn, ég er femínisti! Bjarki Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Jafnréttismál Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun