Góðir landsmenn, ég er femínisti! Bjarki Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Jafnréttismál Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert „en…”, ekki neitt „nema…”, engir fyrirvarar eða skilyrðingar. Ég. Er. Femínisti. Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista. Ó hve lítið sem ég vissi. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir konum og viljað veg þeirra sem mestan og bestan. Ég hef reitt hár mitt yfir kynbundnum launamun, hrútskýringum, kynferðisáreiti karla gegn konum og bara almennu misrétti kynjanna. Samt var ég ekki femínisti. Það var bara allt annar og verri málstaður, fullur annarlegra hvata, en sá að vilja jafnrétti kynjanna raungerast. Umhverfi mitt, t.d. vinnustaðir og fólk í kring um mig, eiga þátt í að hafa málað skoðanir mínar með litum eitraðrar karlmennsku og fáfræði. Þrátt fyrir að hafa ætíð aðhyllst gagnrýna hugsun þá holar dropinn steininn og ég trúði því statt og stöðugt að femínistabeljur vildu ekki jafnrétti, þær vildu sérréttindi, drottna yfir okkur karlpungunum sem þær hötuðu samt frá sínum innstu hjartarótum. Eftir því sem árunum mínum hér á jörðinni fjölgar hefur mér blessunarlega borið gæfa til að þroskast aðeins í leiðinni og nú, eftir rétt rúma þrjátíuogsjö hringi í kring um sólina, hef ég loksins öðlast bæði þroska og kjark til þess að segja það fullum fetum að ég er femínisti og þann titil mun ég stoltur bera ævi mína á enda… og vonandi látið eitthvað gott af mér leiða sem slíkur. Að halda því fram að vera jafnréttissinni en ekki femínisti er álíka gáfuleg fullyrðing og að segjast ekki vera rasisti en vera engu að síður ekkert vel við fólk af öðrum kynþætti en sínum eigin. Þetta skil ég í dag og allt tal um “öfgafemínista” finnst mér í besta falli hlægileg umræða því hvernig í ósköpunum getur jafnrétti farið út í öfgar? Í umræðu síðustu vikna um mál nokkurra landsþekktra íslenskra karlmanna þar sem þeir eru sagðir meintir gerendur í kynferðisbrotamálum virðist alltaf umræðan komast niður á svo lágt plan að þetta sé nú allt helvítis femínistunum að kenna. Málið er bara að það er ekki femínistum að kenna heldur þeim, og eingöngu þeim, sem brotin fremja. Femínistar eru einungis barnið sem bendir á að keisarinn gangi um nakinn, hafa hugrekki til að láta í sér heyra og benda á það óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota, sem í flestum tilfellum eru konur, upplifa ásamt því að hafa verið brotið á; að vera af samfélaginu úthrópaðar athyglissjúkar mellur og hórur fyrir það eitt að stíga fram og segja frá að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þess vegna er ég femínisti, ég vil berjast með konum gegn óréttlæti, ég vil vera partur af lausninni en ekki vandamálinu. Ég vil fylkja liði í baráttu fyrir jafnrétti allra kynja og skapa samfélag sem einkennist af víðsýni, réttsýni og kærleik. Við þá karla sem nú þegar hafa ranghvolft augunum nokkra hringi við þennan lestur vil ég segja: Koma svo strákar! Uppfærum hugsunarháttinn eins og við uppfærum stýrikerfið í tölvunum okkar. Breytum staðalímyndum, bætum samfélagið. Verum femínistar. Hverju hafið þið eiginlega að tapa? Höfundur er fyrrverandi karlremba í bataferli og femínisti.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun