Við karlmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 8. júlí 2021 07:00 Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Kynferðisofbeldi MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun